21.10.2008 | 16:02
sökkar
Mótið í morgun var ömurlegt. Ég átti kannski 3 góð högg allt í allt. Er hundsvekktur.
Enn og aftur staddur á átjándu braut og þurfti örn á par 5 til að hækka ekki í fgj. Í þetta sinn fékk ég skolla í staðin fyrir örn og endaði á +5.
Gabriel spilaði líka ílla, kom inn á +10 og var heillum horfinn. En hann hefur reyndar afsökun því hann hefur ekki snert kylfu í 2 vikur. Samt allt of slakur í dag.
Rútínan var ekki að virka, in fact, það virkaði ekki neitt. Veit ekki af hverju.
Spila á morgun með íslendingunum kl 10 á Ameríkuvellinum.
ps. netið dettur út og inn hérna, nenni ekki að kvarta því við förum héðan eftir 10 daga.
Ressgeeeeeeeet
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 153443
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þér gekk illa af því þú varst svo spenntur að prófa rútínuna.
Alveg eins og ég sofnaði ekki fyrr en 3 í nótt af því ég þurfti að vakna svo snemma þ.e. 6. Ég bara gat ekki sofnað.
Pétur (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:04
ég vona það. Tek þessu með stóískri þó, það er ávallt morgundagurinn.
Þú þarft ekki meira en þriggja tíma svefn maður, þú ert svo mikil maskína.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 21.10.2008 kl. 16:16
Rútínan fer seint inn í sístémið, sérstaklega ef þú æfir hana á golfhring sem tekur kannski 2,5 tíma á meðan hringur í móti eru rúmir fjórir tímar.
Árni Jóns benti mér á fyrir 2-3 árum að ef 18 holu hringur ætti að nýtast manni sem æfingartæki, þá yrði maður að treata hann eins og golfmót, þ.e. ekki spila hann á 2,5 tímum heldur 5 tímum.
Að sjálfsögðu fór ég aldrei eftir þessari speki enda óþolinmóður mjög. Hins vegar er sennilega margt til í þessu.
Binni Bjarka (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:16
Mikið rétt. Þetta tekur tíma. Ég fann að ég var eiginlega ekki alveg með hausinn í þessa rútínu í dag. Nennti því ekki almennilega og rauk bara í gegnum hana án þess að nota hana mér til gagns.
Vorum 5 tíma í dag að spila, því þetta var mót. Ég reyndar kýs núna að spila eins mikið í traffík og ég kemst í, einmitt útaf því sem þú segir. Tvennt ólíkt að rjúka hring á rúmlega tveim tímum einn og svo spila fimm tíma með þrem öðrum misgóðum spilurum.
árni jóns..phiff...myndi nú taka öllu sem hann segir með salti og deila með tveimur. Þetta er maðurinn sem leibeindi mér að vera ekkert að flýta mér að læra á ásinn, taka því bara rólega (tré þristurinn alveg nóg). Greit. í kjölfarið tók það mig um 2-3 ár að höndla ásinn og læra á hann í staðinn fyrir að stökkva bara í djúpu laugina eins og með allar hinar kylfurnar. Eflaust reynst einhverjum vel, ekki mér.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 21.10.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.