Leita í fréttum mbl.is

Hundar

Það var bankað uppá hjá okkur við kvöldmatarleytið og einhver kona stóð í dyragættinni. Hún talaði við okkur á ensku og var að kvarta yfir þessum hundum sem gelta non stop hjá nágrannanum okkar að neðan. Hún sagðist hafa skilið eftir miða á ensku fyrir hann en við tjáðum henni að þetta væru spanjólar sem skildu enga ensku.

Eftir því sem hún talaði meiri ensku tók ég eftir því að hún var skandinavísk. Ekki dönsk því það er bara viðbjóður að heyra þá tala ensku og mjöööög auðþekkjanlegt. Hún var ekki syngjandi þannig að ekki var hún Svíi en hún gæti hafa verið norsk eða íslensk. Ég spurði hana því hvort hún væri íslensk sem hún svaraði að sjálfsögðu játandi og mikið var hlegið og mikið trallað.

Kemur á daginn að þau eiga íbúð sem við sjáum frá svölunum okkar því hún snýr að okkur. Er í sirka 100 metra fjarlægð og við getum actually talast saman frá svölunum. Hún kom aðeins inn til okkur og við spjölluðum saman um daginn og veginn. Vinkuðum svo manninum hennar af svölunum.

Þau eru frá Garðabæ og heita Kristín og Kristján Kristjáns. Koma hingað 3-4 sinnum á ári og spila golf. Ætlum að spila saman á miðv. eða fimmtudaginn.

Sniðugt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Tryggvason

Þetta er sniðugt. En annað sem er sniðugt. Þú segir að það hafi verið bankað uppá hjá ykkur við kvöldmatarleytið. Ertu orðin svona spænskur. Ég hefði sagt um kvöldmatarleytið :) elspanjóló :) :) :)

Kári Tryggvason, 21.10.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Veistu, að ég á í miklum erfiðleikum með að skrifa íslenskuna núna. Oft skrifa ég nokkrar málsgreinar og þarf svo að stoppa og henda út 10 orðum. Aðalega smáatriði eins og ofangreint. Eitt n eða tvö, við, um, á, í.

It´s killing me.

Það hefur svo sannarlega mikil áhrif á móðurmálið að tala það lítið sem ekkert. Ég og María tölum 90% saman á spænsku og á vellinum er það 90% enska, 10% spænska.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 21.10.2008 kl. 15:35

3 Smámynd: Kári Tryggvason

Eru þið ekki með íslenskann dag eða daga, þar sem bara er töluð íslenska :) svona til að halda móðurmálinu við :). Ástandið er ekki svo skítt að það sé þörf á að henda því líka, ha. ha. ha.....

Kári Tryggvason, 22.10.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

höfum reynt það en þar sem við kynntumst talandi spænsku þá er mjög erfitt að breyta því. Ég tala náttúrulega íslensku við Sebas og svo við sjálfan mig og köttinn.......;s

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 22.10.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 153443

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband