Leita í fréttum mbl.is

Rútína

Fór á reingið í morgun eftir að hafa skutlaði Seban á leikskólann. Var þar í tvo tíma að slá högg ávallt með sömu rútínunni.

Er að reyna blokka allar hugsanir út á meðan þessi process að slá boltann er í gangi.

Nokkurskonar mantra sem ég hef komið mér upp.

Endurtek þrjú orð og læt svo vaða. Þannig er líklegra að ég endurtaki sömu hluti í sveiflunni.

Fyrst stend ég fyrir aftan boltan og hugsa og endurtek orðið GRIP, tek gripið og blæs úr nös til að slaka á vöðvum.

Svo hugsa ég orðið HAUS, og stilli kylfuhausnum upp miðað við skotlínu.

Svo hugsa ég orðið STAÐA, og stilli fótunum og líkamanum upp.

Rétt áður en ég byrja sveifluna þá tékka ég á hvort ég sé ekki slakur og hugsa svo um að fara rólega af stað og hámarka hraðann á réttum stað.

BEM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að sjá að þú ert í tilraunastarfsemi með nick á seba. Næst verður það Sebster ekki satt.

 Annað, heldurðu að það myndi hjálpa ef þú myndir hafa eitt af orðunum Pétur sem þú hugsar um og hitt kannski Pabbi?

Pétur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:08

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Hafði reyndar ekki hugsað útí Sebster, við erum farin að kalla hann Sebas, (ætlaði að skrifa það í staðin fyrir Seban).

Baskarnir nota Sebas yfir Sebastian og okkur finnst það svalt.

Ég rúllaði í gegnum nokkur orð áður en ég valdi grip/haus/staða.

m.a. namía-hó-reinge-kó, jú da man og Superstaaaaar.

Pétur eða pabbi komu hins vegar aldrei til greina, því miður.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 20.10.2008 kl. 19:21

3 identicon

þetta er ekki ósvipað hjá mér Siggi, ég hugsa alltaf um þrennt líka, fyrsta þegar kylfan er komin upp - þá hugsa ég um að halda stöðu - síðan hugsa ég um að byrja sveifluna rólega - og svo þegar kemur að þriðja atriðinu, þá fer ég alltaf að hugsa " hvað ætli sé í matinn í kvöld " þá fer allt til andsk.... he he

kv

Bjarni

Bjarni Daníelsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:18

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

hehe

það sem læðist inn hjá mér er t.d. ,,ekki fara til hægri" og ,,djöfull skal ég dúndra þessu flykki áfram".

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.10.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 153445

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband