Leita í fréttum mbl.is

ArnarEndaSprettur a la PiverLool

Tók þátt í Vikulegu móti á Lauro golf í morgun og var að spila ágætlega en upphafshöggin voru ekki alveg að virka (úúú the irony). Hefði átt að tala aðeins meira um þau þarna um daginn.

Byrjaði á skolla en rétt missti svo fugl á annar og þriðju. Fékk svo fuglinn á fjórðu þar sem ég púttaði um meter frá gríni tíu metra pútti beint ofan í holu. skollaði næstu-par-skolli-par og par. Var á +2 eftir fyrri níu og frekar ósáttur við upphafshöggin.

Fékk svo fugl á tíundu en drævaði í bönker 100 metra frá gríni á elleftu. Setti annað höggið fimm metra frá holu rétt fyrir utan grínið, smellti svo púttinu oní fyrir back to back birdie. Var því kominn á parið aftur.

par á tólftu og drævaði svo aftur í bönker á þrettándu og fékk skolla. Drævaði aftur í bönker á fjórtándu en fékk par eftir pinseeker innáhögg. Par á fimmtán en svo komu tveir skollar þar sem upphafshöggin voru að stríða mér enn á ný.

Ég var því á +3 fyrir síðustu holuna en ég fæ 2 högg á þessum velli. Þannig að það var örn eða ekkert á þessari par 5 lokaholu dagsins til að lækka í forgjöf.

Tók monster upphafshögg 285 metra á miðja braut og átti 165 metra eftir í upphaf gríns og einhverja 170 í pinnann. Vegna þess að það var vatn á vinstri hönd þá miðaði ég aðeins hægra megin við grínið og ætlaði að draga boltann aðeins til vinstri með sexunni (en just a tad, ekki mikið). Fann strax að höggið var fullkomið og boltinn gerði nákvæmlega eins og var ætlast til af honum og lenti aðeins hægra megin við grínið og hoppaði til vinstri útaf vinstrisnúningnum á boltanum. Endaði um 3 metra frá pinna og arnarpútt staðreynd.

Púttið var aðeins í niðurhalla og breikaði frá vinstri til hægri. Þarf ekkert að ræða þetta eitthvað frekar, hann var ALLAN tíman í holunni. Ákveðið pútt sem hélt línunni ávallt og ég hef aldrei öskrað jafn hátt á golfvelli held ég. Örn á síðustu til að enda á +1 og með 37 punkta sem dugði í annað sætið og 43€ í verðlaun.

Kom svo heim og náði síðustu 20 mín. af liverpool leiknum og sá mína menn koma frá því að vera 1-2 undir þegar tíu mín voru eftir og vinna leikinn 3-2

Eins og skáldið sagði, LÍFIÐ ER LJÚFT, ER NAUÐSYNLEGT AÐ SKJÓTA ÞÁ OG ÞETTA ER FALLEGUR DAGUR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband