15.10.2008 | 12:11
Hið undarlega hjólkoppamál
Þegar ég vaknaði í morgun og fékk mér morgunmat virtist þetta ætla að vera ósköp venjulegur dagur. Ég valhoppaði út í góða veðrið og nálgaðist bílinn með settið á hægri öxlinni og Sebastian í vinstri hendinni. Ég sá að það var stór grár ruslapoki fyrir framan bílinn okkar og hann virtist vera fullur af einhverju drasli. Hann blokkaði akkurat útkeyrsluna þannig að ég ætlaði að dúndra honum til hliðar þegar ég sá glitta í eitthvað grátt og kunnulegt.
Heyrðu, stolnu hjólkopparnir komnir í leitirnar. Mjög undarlegt. Ég eiginlega botna ekkert í þessu.
á laugardagsmorgun hafði þeim verið stolið undan bílnum og hvergi sjáanlegir í hverfinu (ég skimaði eftir þeim). Svo á miðvikudagsmorgun eru þeir samankomnir í glænýjum gráum ruslapoka parkeraðir beint fyrir framan bílinn.
Kenning I
Þjófar sem fengu samviskubit og skiluðu koppunum með skottið á milli lappana.
Kenning II
Ford umboðið tekur koppana úr umferð í skjóli næturs til þess eins að endurnýja flotann með nýlegri og flottari koppum (betri auglýsing).
Kenning III
Góður ættingi ætlaði að þrífa koppana fyrir frænku sína og ruglast á bílum í myrkrinu (það er annar fókus hérna). Áttir sig á mistökunum og skilar koppunum.
Kenning IV
Einhver snarruglaður einstaklingur að messa í okkur.
Allar kenningarnar virðast vera jafn-langsóttar.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég styð kennignu IV. Hún er mest spennandi.
Pétur (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:16
hehehehe furðulegt ég sið kenningu nr III
Kata (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.