Leita í fréttum mbl.is

Blað

Dagarnir hérna á Spáni skiptast í fyrir og eftir hádegi (kl 13).

Það virðist aðeins hægt að gera tvo ótengda hluti á dag hérna sökum fjarlægðar milli staða og almenns tímaskorts. Ef fleiri hluti á að framkvæma þurfa þeir að vera innan sama sviðs og annar hvor upprunalegi hluturinn. Þá á ég ekki við þessa rútínu hluti eins og að borða og skutla seb á leikskólann.

Dagurinn í dag var eftirfarandi:

Fyrir hádegi

Hlutur I: Ná í blað

Í dag þurftum við að ná í eitt opinbert blað í gamla skólann hennar Maríu til að sýna fram á að hún hafi lokið grunnskólagöngu. Við fórum um morgunin kl 09:30 og skutluðum seb í leikskólan í leiðinni. Fórum þvínæst til Málaga og náðum í þetta blessaða blað (tók 5 mín. að actually fá það í hendurnar á skrifstofunni). Brunuðum svo til baka og komum á leikskólan kl 12:30.

Eftir hádegi

Hlutur II: Festa íbúð til leigu

Fórum svo yfir þá rútínu að borða og öllu sem því tilheyrir. svo var lagt af stað kl 16:30 til að mæta kl 17 niðrí Fuengirola og festa íbúð þar til leigu með því að borga inná hana smá aur. Komum heim kl 18:30 og erum núna að gíra okkur í mat og almenn relax-heit.

Dagurinn búinn og bara kvöldið eftir.

Soldið ýkt dæmi kannski en yfirleitt hefur þetta verið svona tveir, max þrír hlutir á dag. Ég er nú reyndar ávallt í golfi og það er María sem lendir í því að redda hinu og þessu. Ég stend eiginlega fyrir utan allt slíkt, alla pappírsvinnu og vesen. Vonandi verður þetta auðveldara þegar við flytjum niðrí Fuengirola, fáum íbúðina 1.nóv og gerðum 6 mánaða samning. Við brenndum okkur nefnilega á því að gera árs samning með núverandi íbúð sem er fullkomin en mjög remote, þ.e. taka þarf bílinn í allt sem þú vilt gera. Í bænum verður þetta bara einfalt, poppa útá götuhorn og labba nokkra metra, bem, feitur hamborgari í hönd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit nú ekki með síðasta hlutinn fyrir þig.

Pétur (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:08

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Enda löngu hættur slíkri vitleysu. Dagar Fatty McButterPants eru liðnir. Það er kannski einn feitur á tveggja til þriggja mánaða fresti útaf tímaskorti eða einhverju álíka. En ekki dóminos þrisvar í viku og makkidí tvisvar eins og í denn.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 15.10.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband