13.10.2008 | 10:54
Pingwie
Sebastian á nýjan vin sem heitir Pingwie (píngví). Þetta er lítil mörgæs sem annars hafði farið huldu höfði á heimilinu og ekki leikið stóran þátt í leikjum Seba.
Einn daginn varð allt hljótt og foreldrar vita að þá er eitthvað í gangi. Þannig að við læddumst um og fundum Sebastian sitjandi á sturtubotninum með Pingwie. Hann hafði rænt rassaþurkunum frá skiptiborðinu og var þarna að skipta á Pingwie líkt og við gerum við hann.
Í dag sáum við hann rölta með Pingwie í hrókasamræðum sem var bara í fínu lagi. Svo kemur Seba með koppinn inní stofuna og leggur hann á gólfið. Þvínæst setur hann pingwie á koppinn og segir piss,piss. Ég held að hann sé að reyna ala hann upp eða eitthvað. Reyndar leist mér ekkert á blikuna þegar Seba settist svo sjálfur á koppinn, yfir Pingwie, og þóttist pissa. Erfiðleikar í uppeldinu? veit ekki.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.