Leita í fréttum mbl.is

AukaspyrnuSérfræðingur

Komin heim frá Guadíx og lífið heldur áfram. Það var frábært veður hérna þegar við mættum til Cala de mijas um kl 17 en veðurfréttir segja að frá og með miðnætti verður alerta naranja sett í gang, alveg til þriðjudagskvölds. Alerta Naranja er appelsínugul veðurviðvörun sem þýðir að það verður mjög mikil rigning og rok.

Í kortunum segir rigning alveg til laugardags. Djöfulsins stuð.

Það er komin lausn á efnahagsvanda íslands. Gefið mér allan peningin sem eftir er og ég skal sjá um að koma honum í góða fjárfestingu. MIG.

Sebastian var að vanda miðpunktur allrar athygli í ferðinni og naut þess vel. Hann syngur,dansar og leikur eftir það sem beðið er um. Alger hermikráka.

Við vorum í fótbolta útá svölum áðan í góða veðrinu og hann er orðinn nokkuð góður í að sparka boltanum. Reyndar er hans sérgrein að taka innköst en hann kemur einnig sterkur inn í aukaspyrnunum, þar sem hann stillir boltanum upp og hleypur svo yfir hann (hann er sem sagt blekkingarmaðurinn, ekki spyrnumaðurinn)

Hef ekki snert golfkylfu núna í þrjá heila daga, og sé ekki fram á að geta æft né spilað allavega fram á miðvikudag. Maður fer kannski regnhring þegar vindurinn fer, ekkert að því að blotna smá, fín æfing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband