11.10.2008 | 08:23
Guadíx
Ætlum að skreppa til Guadíx um helgina. Þorpið er rétt hjá Granada og þar býr fjölskylda pabba hennar Maríu.
Núna er fárviðri og hefur verið alveg síðan við kláruðum átjándu brautina á fimmtudaginn. Það rigndi t.d. svo mikið á leiðinni frá golfvellinum heim að ég hélt að ég yrði úti. Ég honestly var að velta fyrir mér að stoppa bílinn og bíða rigninguna af mér. Við erum að tala um að vegurinn fyrir framan mig var að leysast upp á köflum (malarvegur) og ég þurfti að keyra á 5-20 km hraða.
Ég sá ekki út um gluggan fyrir úrhelli og bíllinn nánast fljótandi vegna regnmagns. Soldið kúl en samt soldið spúkí.
Þetta verður áhugaverð keyrsla þar sem ég vona að við verðum í meðvind.......
Við erum núna sem sagt að undibúa brottför og ég mun ekki verða við á morgun internets-lega-séð. Ísland, ekki fara á hausinn á meðan ok!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.