Leita í fréttum mbl.is

Nær dauða en lífi

Ég ákvað að skrifa ekkert í gær af virðingu við mig. Ég dó næstum því. Svo var heldur engin ástæða til að skrifa því þetta var níundi og eins og allir vita er talan níu ekkert spes.

Ég ákvað að taka daginn snemma og dreif mig í golf því spáin fyrir næstu daga var rigning og rok næstu 3-5 daga. Lenti í holli með þrem bretum sem sökuðu mig um að hafa stolið peningunum þeirra. Næstum því. Einn þeirra á einhvern pening á reikningi hjá Káp-tín eins og hann ber það fram. En allt var þetta nú í gamni sagt og þeir höfðu samúð með íslendingum.

Ég spilaði lala golf og það kom mér á óvart að ég endaði á -1 eftir hringin því það voru öngvir töfrar í spilamennskunni og allt frekar mundane.

Hann byrjaði að hóta rigningu á 15.braut og droparnir seitluðu niður í makindum. no big deal. Það voru þvílík læti á himnunum að við höfðum aldrei heyrt neitt þessu líkt. Þrumur og eldingar og hávaðinn var stórfenglegur. Það var eins og einhver væri að opna hurðina að himnaríki og hjarirnar voru ryðgaðar til helvítis, olíuskortur greinilega viðvarandi þarna uppfrá og Pétri sárvantaði olíu til að smyrja hurðina.

Það var ekki fyrr en á átjándu að rigningin byrjaði fyrir alvöru. Þá byrjaði kapphlaupið og við þustum upp brekkuna á golfbílnum í þeirri von um að haldast sem mest óblautir. Við drifum ekki upp því í rigningunni var stígurinn orðinn renniháll og við spóluðum bara og skidduðum svo aftur á bak. Ég steig út og byrjaði að ýta að hætti íslendinga og það var þá sem ég kynntist því að vera nær dauða en lífi.........

Þetta var svo sannarlega surreal. Allt í einu hægðist á tímanum eins og við þekkjum hann og allt datt í einhverskonar Matrix gír þannig að ég gat séð ótalmarga hluti í kringum mig án þess að tapa miklum tíma. Skyndilega finn ég nokkurs konar loftbylgjur þéttast saman nálægt höfðinu mínu og ég lít aðeins við til að tékka á þessu. Þar sem ég lít til hægri þá sé ég einskonar ormagöng með hvítum depli í miðjunni þeysast í áttina að mér. Þvínæst finn ég eitthvað snerta eyrnasnepilinn minn og ég snarkippi höfðinu fram á við og lít til vinstri. Þá sé ég í rassgatið á golfkúlunni sem fyrir split sekond hótaði að myrða mig með hraða sínum og harðkjarna. Ég sá hana fljúga inn í runna tvo metra fyrir framan mig og lauk þar með atlögu hennar að viðveru minni á þessari jörð. Henni hafði mistekist ætlunarverki sínu og skammaðist sín svo mikið að hún faldi sig og fannst aldrei framar.

Svo snappaði ég úr þessum transi og áttaði mig á því hvað hafði gerst. Ég var í algjöru sjokki. Þá hafði einn bretinn (einmitt sá sem átti pening í kaupþing) slegið kúlunni sinni beint til hægri og ekki kallað nein aðvörunar orð að okkur. Fyrir það færi ég honum þakkir. Bastard.

Ég get svo svarið það. Kúlan snerti eyrnasnepilinn á mér og einn cm til eða frá hefði endað líf mitt. Þarna var ég nær dauða en lífi (þó ég hafi nú reyndar verið á lífi allan tímann) whatever......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband