7.10.2008 | 20:57
Valderrama sagan mín
Það var auðmýkjandi að labba inn á Valderrama svæðið þar sem gæslan er hörð. Ég þurfti að stoppa við hliðið og út kom vörður með skrifblokk undir hönd. Ég sagðist eiga teig kl 12:45 og vörðurinn spurði um nafn og ég sagðist heita Rasmussen, segi sona. Hann virtist ekki finna nafnið (var skráður sem SIR) og spjallaði eitthvað í talstöðina og kom aftur og opnaði hliðið með fjarstýringu á beltinu sínu. Töffari.
Hann sagði mér að beygja til hægri og svo aftur strax til hægri. Ég beygði inn á bílastæðið og fattaði af hverju ég átti að beygja strax til hægri. Hitt svæðið var members only. Töff.
Ég var kynntur fyrir spilafélögunum sem voru 54 ára ríkur Dani og 40 ára kani að nafni Brian. Kona danans komst ekki og sá hann því fram á að borga 600 fyrir einn hring. Við redduðum því með því að afskrá mig og ég spilaði sem konan hans og vorum því bara þrír og allir sáttir með að borga bara 300.
Við fengum æfingarbolta á slaginu 45 mín fyrir teig, ekki sekúndu fyrr. Þetta voru glansandi Callaway boltar og reingið er flott, það er slegið á grasi og svo var vipp svæði og púttgrín.
Ég smjaðraði yfirmanninn þarna og fékk að spila frá hvítum sem eru um 6000 metrar. Svörtu teigarnir voru ekki til staðar því að sjálfsögðu er verið að geyma þá fyrir Volvo Masters, þeir eru 6300 metrar. Þannig að við sluppum við að þurfa spila frá gulum sem eru einungis 5500 metrar.
Ég var frekar hyped up þegar við fengum kallið um að koma á teig. Get ekki sagt að ég hafi verið nervus heldur meira svona adrenalín kikk og almennur "get ekki beðið" spenningur og "vó, ég er að spila Valderrama" fílingur. Þannig að mér gekk ekkert allt of vel á fyrstu holunum.
skolli-skolli-skolli-par-skolli-par-par-tvöf. skolli-skolli=+7 eftir fyrri níu og ég var frekar skúffaður. Grínin voru náttúrulega út úr þessum heimi en það var ekki málið. Ég var bara ekki í sveiflunni minni því ég var of heillaður af Valderrama. Svipað ástand og vera í návist við einhverja fræga hollywood stjörnu. Held að það sé góð lýsing. Hitti bara 3 brautir og bara EITT grín með 16 pútt. Halló, ég sem hitti 16 grín af 18 í gær.
Reyndar var þetta líka í fyrsta sinn sem ég spila skógarvöll þannig að það var soldið yfirþyrmandi. Alltaf tré að ógna þér. anyways.
Á tíunda teig ákvað daninn að spæsa þetta aðeins upp og skoraði á okkur. Sá sem tapar borgar drykki og mat. Kúl. Við þetta hrökk ég í gírinn og fór að finna mitt golf og hugsa um það sem ég er vanur að hugsa.
par-fugl-fugl-skolli-par-par-þref.skolli-skolli-par=+3
Fín spilamennska fyrir utan þessa einu braut þar sem ég lenti í trjám og reyndi að vera hetja.
14 pútt á seinni og samtals 30. Hitti núna 4 grín en bara 3 brautir.
Skorið var s.s. +10 (með einu dobbúl og einum tribbúl). 30 pútt.6 brautir. 5 grín.
Ég fæ 5 högg þarna frá hvítum þannig að þarna voru önnur fimm auka högg sem áttu ekki að vera (skrifast á stjörnuglampa í augum og fyrsta skógarvallar spilun).
Eftir hringin voru settin okkar tekin og kylfurnar hreinsaðar fyrir okkur.
Kaninn hafði tippað einn strákinn þarna of mikið (20) og fékk því ógrynni af allskonar Valderrama varningi frá stráknum í þakklætisskyni. Strákurinn spurði svo kanann hvort hann vildi fá passa á Volvo Masters en þar sem hann fer heim til USA eftir nokkra daga þá afþakkaði hann það. Ég var fljótur til og sagði honum að þiggja passann og gefa kellinum stykkið og málið dautt. Ég er því kominn með frían vikupassa á síðasta Volvo masters mótið ever. Sögulegt því þetta er í síðasta sinn sem þetta fer fram hérna eftir rúmlega 20 ára hefð. Á næsta ári verður þetta (the gran finale de Evróputúrinn) í Dubai. Heppinn.
Allt í allt voru þessar 300 bara nokkuð vel varðar. Hringur á besta velli continental Evrópu, Vikupassi á Volvo Masters, rándýr nýpressaður ferskur appelsínusafi og matur meððí (daninn tapaði). Hey, ekki má gleyma, vel hreinsaðar kylfur og fata af æfingarboltum. Jeeeeeee.
Hápunktur I: 3 metra pútt fyrir fyrsta fuglinum á Valderrama. 11.braut par 5 þar sem púttið sveigði frá hægri til vinstri og rennslið var svo "true" að þetta pútt var eitt það fallegasta golfhögg sem ég hef séð. Rétt andaði á kúluna en kúlan rúllaði öruggt í miðja holuna. Flawless rennsli.
Hápunktur II: 5 metra pútt fyrir back to back fugli á 12.braut sem er par 3. Átti 180 metra í pinna og skellti 5 járni pin high en 5 metra til vinstri. Púttið rann fallega og örugglega í miðja holuna og er fallegasta golfhögg sem ég hef slegið. Flawless I tell ya.
Hápunktur III: 2 metra pútt fyrir pari á 18. brautinni. Lokaholan og frábær endir á frábærum degi. Flawless.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vinur! Shit ég finn lyktina af grasi og sól þegar ég les þetta. Vona að allt gangi vel og þú verðir orðin pro fyrr en varir. Þegar það gerist þá mætum við félagarnir á fyrsta mótið og verðum með óspektir (Bjarni)....
Ásgeir Örn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 16:01
Þó það nú væri. Ég flýg ykkur sérstaklega í einkaþotu með því skilyrði að eftir hvert högg þurfið þið að öskra " in da hoooole"
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 8.10.2008 kl. 17:39
Gleymdir alveg að minnast á eitt
Reyndiru við grínið á sautjándu? :)
Binni Bjarka (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:57
Shitt, nei. Það var mótvindur og ég átti einhverja 250 metra eftir. Gleymdu því. Lagði snyrtilega upp Í BÖNKERINN 75 metra frá pinna. Tók pw og dró boltann vinstra megin við grín 20 cm frá vatni. Þurfti að lobba uppá grínið og missti svo par púttið.
Þetta 17.grín er engu líkt. Hef ekki séð annað eins. Það hallar allt að vatninu fyrir framan og það var sunnudags pinnastaðsetning.
Daninn yfirskaut grínið í þriðja högginu. Vippaði því til baka og pinninn var alveg fremst vinstra megin. Þetta var um 20 metra vipp og hann náði að láta boltann skoppa einu sinni í röffinu 2 metra fyrir framan sig. Flott hugsaði ég, hann á einhverja 18 metra eftir í rúlli og verður allt of stuttur í þessu. Heyrðu, kúlann rann og rann og skyndilega hrópaði hann á mig að passa að hún myndi ekki renna í vatnið. Hélt að hann væri að grínast. Get svo svarið það, kúlan rann þessa 18 metra léttilega eftir eitt skopp í sudda röffi og hélt bara áfram. Ég þurfti loks að hlaupa til og stoppa kúluna áður en hún færi í vatnið. Boltinn vippaðist sem sagt einhverja 2 metra í lofti með 60° lobbara, skoppaði í sudda röffi, en rann samt einhverja 20-25 metra beint í vatnið (ef ég hefði ekki stoppað hana) rosalegt. Rosalegt stimp á þessu gríni. Ég prófaði náttúrulega sama höggið bara til gamans og keppinn náði auðveldlega að stoppa kúluna, ekki sama jón eða séra jón.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 8.10.2008 kl. 21:14
Gaman drengurin minn ég sé að þú fílar þetta alveg í botn ég samgleðst þér, mikið er gaman hvað þetta gengur vel ekki skemmir að þú hefðir fengið uppsagnarbréfið í dag ef þú hefðir verið í Glítni
Stoltu af þér sonur sæll Pabbi
pabbi (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.