Leita í fréttum mbl.is

VALDERRAMA

Ég er spenntur og veltenntur. Get ekki beðið eftir að vakna á morgun og fara til Valderrama. Þetta er eins og að fara á st.andrews eða á Anfield eða eitthvað álíka. Örugglega jafn spenntur og vilhelm var áður en farið var í sveitina í gamla daga, þurftu aldrei vekjaraklukku, var bara alltaf vaknaður á slaginu 8 útaf spenning.

Þetta er allt mjög eksklúsiv þarna, maður má ekki koma fyrir 10:30 og maður má bara nota reingið fyrir hringin og aðeins í max 45 mín. Svo má ekki nota gemsa á öllu svæðinu, ekki einu sinni í klúbbhúsinu og alls ekki taka neinar myndir neins staðar. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég mun virða þetta að vettugi um leið og ég stíg fæti þarna inn. Myndir smyndir....tek myndir bara útaf því þetta er tekið svo skýrt fram. Það er líka tekið skýrt fram að öllum sem brjóta reglurnar verður umsvifalaust gert að yfirgefa svæðið. Sjáum til með það.

Var að tjekka á google earth layoutið á vellinum og hann virðist bara nokkuð þokkalegur, hlakka til að spila þessar sögufrægu brautir eins og sautjándu og átjándu. ó mæ gúdness. ég læt eins og lítil skólastelpa. En þetta er reyndar eitt það skemmtilegasta sem ég geri, að spila nýja velli. Sérstaklega þegar ég spila vel eins og um þessar mundir.

Spilaði í morgun með þremur skotum og kom inn á pari vallar, reyndar frá gulum en engu að síðar að spila ágætlega. Hitti 16 af 18 grínum sem er met hjá mér, það sem vantaði voru púttin, þau voru alls 34 sem eru ca 4-6 of mikið. En er samt sáttur með heildar spilamennskuna.

Fór svo aftur síðdegis, en einungis níu holur þar sem ég hitti 8 af 9 grínum en var aftur með of mörg pútt. Þessi helv...grín á La Cala eru svo bumpy og misjöfn, alltaf gott að kenna grínunum um. Sjáum til á morgun með grínin á Valderrama,,,,,,get örugglega lítið afsakað mig á þeim velli, besti völlur evrópu. (allavega annar eða þriðji,veit ekki nákvæmlega)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Carlos Valderama.

Með Vilhelm, ertu að tala um Hös?

Það er gott að þú ert farinn að finna þig í spilamennskunni. Er ekki málið að þessi góða spilamennska detti inn endrum og sinnum þó hún sé ekki alltaf til staðar, allavega er það mjög góð byrjun.

Pétur (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

vilhelm bróðir þinn. djöfull er ég orðinn distant, ég man ekki af hverju Hös.....var það útaf hössler?

Jú, svona byrjar þetta held ég. Það geta núna dottið inn hringir uppá fullt af undir pari en normið væri í kringum parið. Núna er þetta á æfingarhringjum en í mótum pínu yfir pari. Svo lækkar þetta smátt og smátt. Næsta skref er að vera í kringum parið í mótum og vera ávallt undir pari á æfingarhringjum. babysteps

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 7.10.2008 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband