Leita í fréttum mbl.is

Zoo

Tókum almennilegan sunnudag á þetta. Skelltum okkur í zoo (eða "þó" eins og spánverjinn kallar þetta). Sáum urmul af dýrum og mesta lukku vakti górillan sem horfði beint í augun á mér. Mér fannst ég vera ansi lítill á því augnabliki. Þessi kolbikarsvörtu augu störðu á mig, svo beinskeitt að mér fannst sem hann væri að lesa hugsanir mínar. Augnaráð hans skarst inn í mig sem sög skerst í járn. Rosalegt móment.

Svo sáum við tígrisdýr, sem var ekkert merkilegt, þar sem við eigum eitt stykki heima hjá okkur. Mjög svipaður bara aðeins minni en samt fallegri.

Fórum þvínæst á róló og vorum þar þangað til að pungur nennti ekki meiru, röltum því á kaffihús og fengum okkur í goggin. Þvílík bongóblíða og almenn yndælistíð. Ég held meira að segja að rósir og fleiri blóm hafi ekki haft undan við að springa út þar sem við löbbuðum framhjá, svo marvelus var dagurinn í dag.

Er núna að setja mig í stellingar fyrir Liv-Mancity. Annað hvort setur leikurinn skugga á fullkomin dag eða verður rúsínan í pusluendanum. Talandi um pulsur, á róló þá förum við seba oft í búðarleik þar sem hann lemur í borð og heimtar að fá keypt Pulsu. Hann segir reyndar pussu en það er svo annað mál (gott að við erum í spænskumælandi landi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband