4.10.2008 | 19:26
update
Spilaði Lauro í morgun og fór á +3 sem eru 34 punktar. Goddddemmitt...4 klaufaskollar og aðeins 1 fugl, rest par. Það er eitthvað við þennan völl sem gerir mér eigi kleift að turn it onnnn.
fór svo aftur 18 holur seinni part dags og spilaði ágætlega. Var 1 og hálfan tíma með 15 holur, svo náði ég í rassgatið á túristunum og spilaði næstu 3 holur á 1 tíma. Æðislegt. Var með 5 dani fyrir framan mig, allir að spila saman. Mikið getur fólk verið skemmtilegt.
Það réðust tveir púddluhundar að mér hérna fyrir utan heimilið þegar ég fór út með ruslið. Ég náttúrulega dúndraði bara í þá með löppunum og þeir hörfuðu skjótt (áttu sennilega ekki von á því að fá auga fyrir auga meðferðina). Þeir voru farnir að narta í mig þannig að það var ekkert annað að gera í stöðuna en að láta þá finna fyrir því. Eigendurnir voru þarna ekki skammt frá og skömmuðu hundana en ekki mig, til allra lukku þá var þetta fólkið sem býr fyrir neðan okkur, þorðu örugglega ekki að segja neitt. Annað fólk hefði kannski komið með eitthvað komment útaf því að ég sparkaði í þá, en ég meina, hey....þér réðust að mér og byrjuðu að narta í mig. Mér finnst þetta eðlileg viðbrögð. Veit ekki hvað öðrum finnst.
Man ekki hvort ég var búinn að minnast á það, en ég er að fara spila Valderrama á þriðjudaginn...hell yeahhhh.....Besti völlur Spánar og á topp 3 í Evrópu myndi ég halda. Það eina sem væri betra en að spila Valderrama væri að spila St. Andrews og Augusta national. One down, two to go.
Kostar ekkert lítið.....en það er 300 evra virði að fá að spila þennan völl 20 dögum áður en Volvo Masters lokamót Evrópumótaraðarinnar fer þarna fram. Hann verður í þvílíku topp formi. Ég lagði mikið uppúr því að spila hann áður en mótið fer fram til að þekkja völlinn þegar ég fer og labba með þessum hetjum í mótinu. Draumur í dós.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyndið með hundana, veit ekki hvort þetta er prússagenið en ég get ekki annað en hrósað þessum hreinskilningsviðbrögðum þínum oft á tímum. Á sama tíma myndi ég aldei bregðast svona við, sameinuðu þjóðirnar þú veist.
Annars var annar spekingur sammála þér um Davíð Oddson og þjóðnýtinguna: Davíð Oddsson hefur lagt trúverðugleika íslensks efnahagslífs í rúst,” segir Richard Portes, prófessor við London Business School.
Pétur (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 08:13
stundum er ágætt að vera beinskeittur og taka skyndiákvarðanir, stundum ekki, sbr "láttu mig um að tala" klassíkina.
Enda erum við Richy like this [segir rasmussen og krossar fingur]
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 5.10.2008 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.