Leita í fréttum mbl.is

Það er nefnilega það

3 íslensku strákana komust ekki í gegnum köttið á 1.stigi úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar. Hinir tveir eru Heiðar og Siggi Palli, þeir fengu að spila fjórða hringinn og skitu á sig. Þeir eru úr leik og komust ekki af fyrsta stigi.

Það sem Siggi Palli segir er frekar athyglisvert. Neðangreinda ástæðu nefnir hann sem hindrun íslensku kylfinganna til árangurs. Ég er sammála honum.

Hér er gripið í viðtal við hann sem birtist á kylfingur.is fyrr í dag.

"'Eg er auðvitað hundsvekktur með þessa niðurstöðu. Það er  ljóst að ég verð að ná úr mér ákveðnum atriðum í sveiflunni. Eins hefur það komið vel í ljós í þessu móti að aðrir keppendur eru að pútta mun betur en við gerum. Þeir eru kannski að setja niður 4-5 pútt af 6 metra færi í holu á hverjum hring á meðan við náum kannski einu svoleiðis pútti. Flatirnar eru bara allt öðruvísi en við eigum að venjast. Það þýðir ekkert að koma hingað út í fimm til sex daga og finna rétta tempóið á flötunum, það nægir ekki. Þeir bestu hér hafa æfa í heilt ár við bestu aðstæður á Spáni og í Flórída og þekkja þessar aðstæður vel og það er stóri munurinn á okkur og þeim. Ef við Íslendingar ætlum að ná að komast inn á Evrópumótaröðina þarf að æfa allt árið erlendis við bestu  aðstæður. Það er einhver ástæða fyrir því að þessir strákar hér eru miklu betri en við," sagði Sigurpáll.

Það eina sem ég get sagt er,,,,,,,,ÉG ER HJARTANLEGA SAMMÁLA HONUM Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála sonur sæll þetta er máli það er ekki nóg að droppa út á fimmtudegi og keppa svo á laugardegi!!! þetta hafa okkar menn verið að gera   EN þú ert með annað plan einn og óstuddur engin peningamaskina ( GSÍ  ) á bak við þig haltu því áfram og kláraðu þitt plan. Við erum stolt af þér drengur minn

Ég las grein þar sem Örn Ævar kom góða punkta kíktu á það er í fétta blaðinu

pabbi (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Þakka traustið, tékka á honum Erni. Flott hjá honum að taka þetta í Oxford í staðinn fyrir Þýskalandi, hann er ávallt bestur á Englandi.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 12.9.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 153431

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband