Leita í fréttum mbl.is

Pása

Fór í morgun og tók tveggja tíma vipp session (sess-i-óón).

Fengum íslendinga í heimsókn sem eru vinafólk frænku minnar. Þau borðuðu með okkur og héldu svo á leið upp strandlengjuna til Rincón de la Victoria. Þau eru að ferðast núna um Spán í leit að svæði til að búa á. Þau ætla að búa á Spáni í eitt ár til að læra spænsku og upplifa þessa niðurkúpluðu stemmingu sem landið bíður uppá. Skemmtilegt.

Ég ákvað í gær að taka mér smá frí frá golfi, þ.e. að fara ekki golfhring í nokkra daga. Einbeita mér bara að tækniatriðum og æfa stutta spilið. Held að það sé alveg kominn tími á það, kæla þetta aðeins niður.

Hlustaði á Likku skífuna og verð að segja að þetta er ekki alveg my cup of tea. Gamli likku neistinn er ekki til staðar þó þetta sé mjög líkt þeirra tónlist þegar hún var uppá sitt besta. En samt vantar eitthvað. Það er eins og þeir séu að reyna OF mikið, keimurinn er til staðar en ekki heildarpakkinn. Þeir gætu tekið alla flottu kaflana í lögunum sínum og gert kannski eitt þrusugott lag. Maður er kannski bara vaxinn upp úr svona tónlist, veit það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband