9.9.2008 | 16:28
mót
Spilaði í móti áðan og galt afhroð. Sjaldan spilað eins ílla og er greinilega í lægð. Það var engin gleði í spilamennskunni og ég held að allir golfguðirnir séu núna einfaldlega uppteknir við að hjálpa íslensku spilurunum á úrtökumótinu fyrir Evróputúrinn. Þeim gekk bara mjög vel í dag af því sem ég hef heyrt. Heiðar á -1 og Stebbi á +1.
Ætla að taka mér nokkra daga frí frá spilamennsku og í mesta lagi fara að vippa og pútta.
niðurhól nýju Metallica plötunni Death Magnet og bíð spenntur eftir að heyra nýja hljóminn. Ég fæ nefnilega ekki að spila þetta hérna í húsinu þar sem Maríu finnst ekki þægilegt að hlusta á svona tónlist. Heyrði smá og fannst þetta vera afturhvarf til kill ´em all plötunnar, svona þungarokk með þrass metal ívafi.
Ég hef náttúrulega löngu sagt skilið við þannig tónlistarsmekk, eða alveg síðan ég hætti að ganga yfir brúnna á dósinni klæddur einungis t-bol og leðujakka með kögri í -12 gráðu frosti. Því ég var harður.......
En samt alltaf gaman að tékka á hvað þessar æsku hetjur í Likkunni eru að gera.....Hafa ekki gefið út almennilega plötu síðan í nam. Núna er maður meira fyrir Frusciante,mates of state og svo framvegis.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 153430
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.