8.9.2008 | 13:37
Ranger
Seba snéri aftur í leikskólann en með herkjum. Hann beygði af þegar mamma hans kvaddi hann og eftir tveggja tíma viðveru náði hún aftur í hann og kallinn frekar rauðleitur um augun af harmi. Það er erfitt að yfirgefa foreldra sína, sérstaklega þegar maður er að ná sér eftir flensu og er enn með hor og þurran hósta.
María nýtti tímann og fór á ströndina og las bækur.
Ég var í þrjá tíma uppá reingi að slá boltum. Tók 225 bolta sem þýðir 1.3 kúla á mínútu fresti með tíu mínútna pásu, sem þýðir að ég sló kúlu á rúmlega 45 sekúndna fresti. Ég held að það sé alveg fínn tími á milli högga, allavegana er ég ekkert eftir mig eftir þetta.
Náði sem sagt ágætum rythma og fer í hringinn á eftir með gott sjálfstraust.
Er búinn að skrá mig í Ryder cup!!!!! Þetta er þriggja daga keppni hérna í La Cala og fer hún fram alveg eins og alvöru Ryder cuppið. Það verður dregið í tvö lið (Evrópu og Ameríku) og leikið verður Greensome,4-ball,better ball og match play. Þetta verður stuð. Fæ að vita þann 15. í hvoru liðinu ég verð, svo hefst keppnin þann 16,18 og 20 sept.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 153430
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.