5.9.2008 | 14:19
ys
Sebastian var góður í nótt. Gátum sofið alla nóttina og honum líður mun betur í dag, fór samt ekki á leikskólann just in case.
Spilaði í morgun Ameríku og fór hringinn með 73 ára Svía. Hann stútaði 3 bjórdósum og nokkrum Cuba Libre. Eldhress og dreif bara nokkrum sinnum inná braut af tíboxi.
Það er mjög mikill vindur hérna núna og það var frekar mikið challenge að spila. Fór hringinn á +4 með 6 skollum og 2 fuglum. Ég hefði verið sáttur við tveim höggum minna en þetta er samt allt í lagi í þessu veðri.
Man ekki hvort ég var búinn að segja það en ég er loksins kominn með rétta forgjöf. 2,5. Það er orðið mjög erfitt að lækka sig hérna í La Cala. Þessir vellir eru mjög strategískir,upp og niður og almennt erfiðir. Svo eru þeir ekkert frekar langir sem gerir það að verkum að slópið metur þá sem auðvelda. Þannig fæ ég 2 högg á Evrópu í forgjöf en 0 á Asíu og 0 á Ameríku. Þarf sem sagt að spila tvo síðar nefndu á pari og E. á tveim yfir pari til að hækka ekki.
Ég mun því hætta að spila til lækkunar á Asíu því hann er erfiður miðað við vallarmat. Ég mun halda áfram að spila á Evrópu og Ameríku og fara svo í mót á Lauro golf. Á teig kl 9 á morgun á Lauro og ætla að spila undir pari!!!!!!!!!!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 153430
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.