Leita í fréttum mbl.is

í molum

Heimilishaldið hérna er í molum þennan morguninn. Þessi nótt var ein sú lélegasta sem ég hef kynnst. Sebastian var eitthvað óhress með það hve mikið manneskjan sefur yfir nóttina og ákvað að mótmæla því þannig að vaka bróðurpartinn í stað þess að sofa.

Hann er ekki með hita en samt þessa viskírödd og hor. Svo var hann að fetta sig sem óður væri,líkt og ef einhver væri með yfirhöndina í júdó og hann væri að berjast gegn því að tapa.

Það er nokkuð ljóst að hann er með smá flensuskít og við ákváðum að senda hann ekki á leikskólann í dag, en það sem var skrýtið voru þessar fettur og þessi sársauki sem skein í andliti hans þar sem hann barðist við að halda öllu hverfinu vakandi.

Það sem kemur til greina er:

A: Einhver hefur gefið honum eitthvað að borða sem hann er ekki vanur og það hefur farið ílla í meltinguna og maginn fyllst af lofti sem kallar fram þessar fettur.

B: Hræðileg martröð þar sem venni júdókappi fór með aðalhlutverkið

C: eitthvað enn verra

Ég hallast að valmöguleika A, þar sem við fórum í heimsókn til tengdó í gær og skildum hann eftir í smástund þar sem þau voru að borða hádegismat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eruð þið með stíla til vara til að lina þjáningar barns og foreldra þegar svona ástand kemur upp?

 Þeir virka nú samt ekki alltaf við magaverkjum en hjálpa til við svefn.

 Ég var nú að frétta það um daginn að mér var byrlað svefnlyf sem krakki á sjúkrahúsinu á Akureyri til að hjúkkurnar fengju frið á næturvaktinni þegar ég var þar með lungnabólgu.

 Afsökunin var að það átti að kenna mér að sofa á nóttunni.

Pétur (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Erum ekki með neitt slíkt, var þó að hugsa um að slippa honum smá rauðvíni, enda nóg til.....segi svona.

En er það málið? að fá eitthvað róandi til að hann sofi betur þegar honum líður ílla? Hljómar soldið ílla.

ég er nú lifandi sönnun þess að það tókst heldur betur vel að kenna þér að sofna. Á vistinni tók það þig u.þ.b. 0,2 sek að sofna á meðan ég þurfti að þola hroturnar í 30 mín áður en ég náði að slökkva á mér. Manstu eftir gulu eyrnartöppunum......

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 4.9.2008 kl. 11:04

3 identicon

Good times.

 Þú ert nú samt eini svefnfélaginn sem hefur kvartað svona mikið yfir hrotunum, en ég efast ekki um að þær séu til staðar.

Ég myndi ekki fá samviskubit yfir því að gefa Seba stíl. Þetta er svo sjaldan og maður fer eftir leiðbeiningum um skammtastærðir.

Þetta er ómissandi varaforði t.d. ef það kemur upp hár hiti að nóttu til.

Pétur (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:32

4 identicon

Hversu gay eru þessar samræður?

Pétur (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:33

5 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Word

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 4.9.2008 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 153430

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband