Leita í fréttum mbl.is

Kakósúpa

Þegar við komum heim í kvöld þá get ég svarið að það var kakósúpu ilmur í loftinu hérna á Spáni. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað þetta var uppáhaldsmaturinn minn þegar ég var lítill. Ég dreif mig inn og fékk mér Horchata til að halda uppá það. til lukku. takk.

Í dag var svona allt múligt dagur. Við fórum með Sebastian á leikskólann og í þetta sinn var hann í heila klukkustund og hálftíma betur. Hetja. Við röltum um Fuengirola á meðan og gerðum ýmislegt. Þar sem við röltum um miðbæinn mættum við þýsku túristapari og gæjinn blés svo harkalega í horklútinn sinn að það var viðbjóður. Ég fór að pæla í þessu, hve þetta er viðbjóðslegt yfir höfuð. Fólk hefur leyft þessu að viðgangast í gegnum tíðina og yppt öxlum og talið þetta náttúrulegt. Well náttúrulegt my ass.

Að taka upp klút og snýta hori og guð má vita hvað í hann og setja hann svo aftur í vasann. Nota hann svo aftur við svipað tækifæri. Ég meina....hvað er ógeðslegra. Jú, að gera þetta í almenningi.....Hve mikið haldiði að sleppi út fyrir klútinn, örugglega sirka 5-10% af drasli.

Og svo er maður litinn hornauga ef maður prumpar í almenningi....Hvert er heimurinn að fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 153430

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband