30.8.2008 | 17:55
Lauro golf
Fór í mót í morgun og spilaði á +4 sem eru 35 punktar og nægðu í annað sætið, einu höggi á eftir Grim (Graham) sem er skosk stereótýpa. Notaði eingöngu gömlu sveifluna og var nokkuð steddý fyrir utan kannski 3-5 mistök sem kostuðu mig jafnmörg högg. Sáttur en samt ekki sáttur.
Ég fékk 24 í verðlaun sem ég nýtti til að kaupa 6 titleist bolta.
Gabriel spilaði á +13 og needless to say var hann ekki sáttur.
Graham þessi er algjör snilld. Ímyndið ykkur skoska skólavörðin í Simpsons en með útlit Scolari. Ég get svo svarið það ég skil bara 5% sem gæjinn segir...ótrúlega fyndið. Það fáa sem maður skildi voru orð eins og "grit" (great) " Grim" (Graham) "bard" (birdie).
Rauk svo til La Cala eftir verðlaunaafhendinguna til að taka á móti verðlaunum fyrir þriðjudagsmótið en ég kom of seint. Veit ekki hvort ég vann eða varð í öðru sæti. Skiptir ekki máli, fæ bara rauðvín í verðlaun hvort sem er.
Fer í annað mót á morgun, vonandi spilar maður einnig steddý þar.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.