23.8.2008 | 20:22
Mót
Fór í mót í morgun á Lauro Golf sem er ágætis völlur hérna rétt hjá. Fékk 35 punkta og lék á +3.
Fyrri níu var ég ávallt í fuglafæri en var að réttmissa marga. Svo á seinni níu var ég bara að redda parinu í stað þess að vera í fuglafærum.
Í heildina spilaði ég nokkuð solid en með tveim lélegum púttum sem áttu að fara ofan í og nokkur lengri pútt sem ekki duttu. Högg hér og þar sem hefði mátt fara betur en aldrei nein stórkostleg vandræði.
Fór svo til La Cala eftir mótið til að tékka á hvort ég hafði unnið þarna um daginn. Kemur á daginn að ég lenti í 2. sæti og fékk líka peningaverðlaun fyrir fuglinn á par 3 holunni. Ég nennti ekki að bíða eftir athöfninni og þeir ætla bara að láta mig fá þetta næst þegar ég hitti þá. Ef ég fæ aftur rauðvín þá ætla ég að gefa það einhverjum á staðnum því við drekkum þennan viðbjóð ekki. Gef sennilega Wayne "hollywood" þetta þar sem við erum vinir.
Horfði á Liverpool vinna sinn annan leik í röð í deildinni sem er vel. Mænan í liðinu að redda þessu, carra og Gerrard. Leiðinlegt að sjá Arse tapa, en hey, það verður einhver að vera lélegur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.