Leita í fréttum mbl.is

Garth

Ég sagði frá fúla gæjanum í fyrri færslu og hélt þar með að sú saga væri búin. Nei,nei, ekki aldeilis. Ég og Wayne höfðum skráð okkur saman til að spila í sama holli. Það gékk ekki eftir og honum var hent í hollið á undan mér einhverra hluta vegna. Já, hver haldiði að komi í staðin, jú goddam fúli gæjinn og ekki bara í hollið heldur með mér í buggý. Happy,happy, joy,joy.

Við töluðumst ekki við í golfbílnum allan hringin. Bara þegar þurfti vegna golfsins á brautum. Gleði. Til samanburðar töluðum við Wayne í bílnum allan hringin um ýmis málefni.

Það var veðmál í gangi í hollinu, ég og fúli á móti hinum tveim. 3€ fyrir að vinna fyrri níu, 3€ fyrir seinni og svo 4€ fyrir heildina. Þeir unnu fyrri en við seinni og heildina þannig að þeir skulduðu okkur 4€ hvor. En það er þannig að þeir sem vinna þurfa að blæða drykki eftir hringin, greit. Þeir báðu um kampavín en fengu bara öl. Þannig að reikningurinn var samtals 32€ mínus þessar 4€+4€ sem við unnum, þannig að eftir stóð að ég og fúli vorum í mínus 24€!!!!!!

Þetta er allt frekar velefnað fólk þarna og margur slær um sig með allskonar yfirlýsingum og hjali. Eins og siður er á Spáni þá berjast kallarnir um að fá að borga reikninginn og þarna var fúli (sá eini spænski) fljótur til og lét öllum íllum látum til að sannfæra alla að hann ætlaði að borga brúsann (ekki eins og ég ætlaði eitthvað að berjast á móti, haalló, hann er ríkur, ekki ég).

Svo fór fólk að týnast í burtu og eftir stóðu ég og fúli. Þegar ég ætlaði svo að afsaka mig í burtu og lölla mér heim þá horfir hann á mig og segir: hva, einhver verður að borga þetta!

What! var hann ekki búinn að lýsa því yfir með sínum Spænsku karlmennsku töktum að það væri frágengið??

Nei, heyrðu, þínir drykkir eru þeir dýrustu (appelsínudjús) og ættir því að borga meira í þessu en ég!!!!

O K A Y....hugasði ég og horfði í kringum mig til að sjá hvort ég væri ennþá staddur á pláhnetunni jörð.

Ekki nóg með að þessi gamli kall sé draugfúll, þá virðist hann líka vera falskur og yfirborðskenndur. Að lýsa því yfir fyrir framan ríku golffélögunum sínum að hann borgi allt og flassar svo veskinu með 50€ seðlum í tonnavís og amex/visa/eurokortum í kassavís (já hann flassaði því nægilega mikið þannig að maður sá innihaldið) og bíða svo eftir því að allir fari og ætla svo að klína reikningnum á unga fátæka wannabe golfpró harkaranum. Svívirða.

Þar sem ég var núþegar staðinn upp sagði ég honum bara að borga þetta helvíti og ég skyldi skulda honum minn helming. A la mierda Carbrón!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe dísús fíli múli maður, gott hjá þér að "skulda" honum þetta bara hehehe  aldrei að borga þetta drengur.

Kata (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:43

2 identicon

Flott ekki spurning að koma svona fram við gaura sem akta svona stið þig heilshugar sonur sæll

pabbi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 153431

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband