12.8.2008 | 18:19
Són
Fór í mót í morgun og gékk ekkert sérlega vel. Byrjaði sem þruma og átti arnarpútt á fyrstu holu frá þrem metrum sem rétt geigaði. Átti fuglapútt á annari sem rétt geigaði. Svo kom flyer (boltinn flýgur úr röffi of auðveldlega og fer 10 metrum lengra en ætlað var) á þriðju og þurfti að taka víti og endaði á dobbúl. OB á næstu og tripple staðreynd. Púllaði svo back með fugli á næstu. skolli á næstu. Fuglapútt rétt geigaði á sjöundu. Fuglapútt rétt geigaði á áttundu og par á níundu.
+4 á fyrri níu. hræðilegt því ég fæ bara 1 högg á þessum velli sem by the way við áttum ekkert að spila heldur var því breytt korter fyrir kosningar. Mjög pirraður yfir slíku því það er mjög erfitt að lækka sig á þessum velli versus hina tvo.
Ég ætlaði því að sækja á seinni níu og tók upp ás á tíundu þar sem ég hef vanalega notað blending. Þess vegna var mjög eðlilegt að ég feidaði boltan í víti og skolli staðreynd. Á næstu tók ég líka ás í stað blendings og þrusaði kúlunni 20 metra frá gríni, mjög sáttur. Nei, nei, boltinn er á braut en á stað þar sem ekkert gras er og aðeins sandur og viðbjóður. Ekkert blámerkt og ég þurfti að klippa boltann af þessari legu og skolli staðreynd. á tólftu, sem er par 3 átti ég svínlegt högg sem smurðist 2 metra frá pinna, mjög sáttur. Fuglapúttið rétt geigaði og ætlaði að tappa honum inn en var kærulaus og hitti ekki, þriðji skollinn í röð staðreynd. Par, par, par,skolli, par. Á átjándu var heppnin loksins með mér þar sem upphafshöggið rétt hékk á braut, reyndi við grínið á þessari par 5 en hitti ekki, lobbaði boltan með 60 gráðunum þrjá metra frá (ekki gott) og setti fuglapúttið loksins niður sem ég hafði verið að eltast við allan frikkin hringin.
+3 á seinni og +7 samtals sem er viðbjóður. Var hreint ekki í sama gírnum og undanfarið, en hey....maður getur ekki alltaf verið í sóni. Gengur bara betur næst.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 153431
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.