9.8.2008 | 15:28
Vann mótið
Ég fór í mót á La Cala í morgun kl 10:40
Þetta er mót fyrir meðlimi og voru þarna um 30-40 manns og keppt var í stableford með breyttu sniði. Ég fékk að vita það eftir á að á laugardögum gildir þetta ekki til forgjafar og er meira svona skemmti mót. Geee, thanks. En allt í lagi maður kynntist þarna nýju fólki.
Ég fékk 38 punkta og vann mótið. Svo var líka svona hidden partners og ég paraðist randomly með fyrrum forseta klúbbsins og unnum við í sameiningu þau verðlaun. Ég fékk tvær rauðvínsflöskur í verðlaun sem er frábært þar sem ég drekk einmitt tvær á dag. ræt. nei þetta fer inní skáp þangað til við fáum einhverja gesti sem drekka actually rauðvín.
Það var aukakeppni sem fólst í því að borga 2 fyrirfram og fara í pott. Helmingurinn sem safnaðist fer til líknamála og hinn helminginn hirðir sá sem fær flesta fugla á par 3 holunum. Ég fékk tvo slíka (setti kúluna 50 cm frá á áttundu holunni og meter frá á 14 holunni). Ég rústaði þessu náttúrulega en þar sem enginn tjáði mér um þetta fyrirfram þá varð mér af þessum 25-30 evrum sem í boði voru. Takk so mikket.
Allt í allt er ég sáttur við spilamennskuna og daginn. Ég var í buggy með Wayne Leach (eða eitthvað þannig). Hann vinnur við kvikmyndir sem yfirmaður ljósa (eitthvað gaffer). Hann hefur m.a. unnið við 4 weddings and a funeral, Bourne Ultimatum, Mama Mia, Charlie and the chocolate factory og fleiri sem ég man ekki. Ég spjallaði mikið við hann um þetta þar sem mér fannst þetta áhugavert. Hann var að klára mynd sem heitir Wolfman þar sem Benicio del Toro fer með aðalhlutverkið ásamt Anthony Hopkins.
Það voru ekkert smá bílar á bílastæðinu í dag. Það er greinilegt að þetta fólk lifir í vellystingum.
Næsta mót er á þriðjudaginn og það á víst að gilda til forgjafar ólíkt þessum laugardagsmótum. Þannig að planið er að mæta vikulega á þriðjudögum í la Cala og svo á laugardögum í Lauro golf þar sem auðveldara er að lækka sig.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 153432
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með sigurinn og góða spilamennsku á móti loksins. Hef á tilfinninguni að þetta sé að smella hjá þér.
Pétur (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 20:40
Þakka hlý orð í minn garð. Er tvímannalaust á öðru leveli en áður. Veit ekki hvað gerðist, en nýt þess á meðan er. Var á tveim undir fyrir fimmtándu en sprengdi hana big time sökum einskærrar óheppni og endaði á þrír yfir. Allt mjög solid og hefði verið á einn undir ef þessi hot diggiti damn fimmtánda hefði ekki verið fyrir mér. Hvað er þetta með mig og að sprengja eina holu á hring.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 9.8.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.