6.8.2008 | 18:58
Heitur Teitur
Tók alvöru golfdag í dag og byrjaði kl 9:30 á reinginu og var í 1 tíma. Pitchaði og vippaði svo í 1 og hálfan og púttaði svo á El Chaparral í 1 og hálfan. Nokkuð sáttur við allt sem ég var að gera og fór í mat að svo stöddu.
Fór svo hring á Ameríku kl 17:10 og spilaði af hvítum þar sem það var enginn á vellinum. Lauk hringnum kl 19:30 og var þokkalega sáttur við margt en annað ekki. Svona var hringurinn:
par-fugl-fugl-par-fugl-par-par-par-par var á -3 fyrri níu.
par-skolli-par-par-par-fugl-par-par-skolli var á +1 á síðari níu.
Þetta var ótrúlegur hringur af því leyti að drævin voru áfram svona lala, púllast smá til vinstri og fade-ast til hægri og enda nokkurn vegin þar sem ég miðaði, en 20-30 metrum of stutt vegna þessa fade boga. Innáhöggin voru svaðaleg, var að skilja mjög stuttar vegalengdir eftir í pinna þannig að maður var alltaf í fuglafærum. Púttin voru góð þar sem ég fór í fyrsta sinn í langan tíma og æfði þau eins og ég hef verið að gera áður en ég fór til Íslands.
hitti allar brautir nema tvær, aðra bördaði ég og hina paraði, þannig að það var ekki málið.
Hitti öll grín nema eitt á fyrri níu en svo bara þrjú á seinni. Var að redda mér vel með vippi og einpútti, 5 slíkir skramblar sem er bara fínt. Gerði það að verkum að ég notaði bara 27 pútt. Rétt missti 4 fuglapútt en það er alltaf þannig á hverjum hring, ekkert við því að segja.
Ég fæ 3 í leikforgjöf frá hvítum og var þetta því lækkun uppá heil 5 högg. Keeellin væri kominn í 2.3 ef við teljum hringinn fyrir tveim dögum og þennan, (ef þetta gilti til lækkunar þ.e.a.s.).
Það sem er því á dagskrá er að leiðrétta upphafshöggin og halda áfram á sömu braut með rest.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.