Leita í fréttum mbl.is

Par

Fór hring á Ameríku í morgun í steikjandi hita. Spilaði nokkuð solid en drævin voru samt öll út til hægri eins og uppá síðkastið. Ég náði samt að redda mér og spilaði á Pari vallar og er nokkuð sáttur við það.

paraði fyrstu 5 og setti svo örugglega í fyrir dobbúl bógí á sjöttu. Svo par-par og Fugl. +1 á fyrri níu og nokkuð fín spilamennska fyrir utan sjöttu brautina.

Fugl-skolli-skolli-par á næstu fjórar og svo fugl-fugl. -1 á seinni níu og par vallar staðreynd.

Spilamennskan datt aðeins niður þarna á 11,12,13,14 braut en ég kom svo sterkur inn til baka. Púttaði m.a. fyrir erni á síðustu en skildi eftir tveggja metra pútt fyrir fugli. Óþarflega mikil spenna í lokin en keeellinn setti fuglinn niður. Enda snæði ég svona pútt í morgunmat alla jöfnu. (wink,wink)

Það voru fáir á vellinum en þeir sem voru, snigluðust allir fyrir framan mitt holl. guð minn almáttugur, hvernig getur fólk verið svona lengi að spila golf. Þetta tók okkur um 5 tíma, var ég búinn að minnast á að það var steikjandi hiti. Mér leið eins og risar himnanna væru að baka mig lifandi. Ég drakk 3 lítra af vatni sem er einum of lítið, tvö orkubör og eina djúsí samloku.

Núna skellir maður sér bara í laugina til að kæla sig niður. Viðbjóðslega heitt.

Ég sem ætlaði að fara að æfa seinni partinn, ræt, that´s gonna happen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband