Leita í fréttum mbl.is

Vanagangurinn

Fór 18 á Evrópu í dag og spilaði mjög vel. ehem....þangað til að mig byrjaði að vanta vatn og mat. Var á +1 fyrir fjórar síðustu og í raun óheppinn að vera ekki enn betri. Endaði þetta á skolla-skolla-dobbúl-skolli. Það var kominn ágætur hiti og molla á síðari níu og hafði það mikið að segja með úthald og einbeitingu.

Fyrstu brautirnar fóru soldið í að venjast grínunum aftur þar sem þau eru rennislétt og gríðarlega falleg. Samt eru þau frekar hæg miðað við hve vel þau líta út. Soldið vírd. kannski svona 6-8 á stimp.

Þetta er ló síson þannig að maður mátti valsa um á golfbílnum um allar brautir í staðinn fyrir að halda sig bara á þar til gerðum stígum.

Það sem var best voru innáhöggin og járnahöggin yfir höfuð þar sem ég var að smyrja boltann við pinnann. Upphafshöggin voru svona lala þangað til á síðari hlutanum þegar mig skorti vatn, þá fóru þau í svona letistíl þar sem ég missti þau frekar til hægri.

Allt í allt er ég mjög ánægður með þennan fyrsta hring á Spáni eftir heimkomu. Er í ágætisformi en þarf að drekka meira og næra mig betur til að passa úthaldið. OMG það er svo heitt hérna.

Var að kíkja á stigalistan yfir mótaröðina hérna á spáni og það kom mér á óvart að eftir eitt mót sem ég tók þátt í þá er ég í 51 sæti hér á landi. Þetta er nokkurkonar Kaupþingsmótaröð með 6 mótum.

Gabriel er í 18.sæti eftir að hafa tekið þátt í þrem mótum af fimm. Lokamótið er 27.september í RCG Sevilla sem er einn af bestu völlum Spánar og ætlum við Gabriel að kíkja á það. Tveggja daga mót og læti.

Við fórum svo seinnipartinn í heimsókn til tengdó og fengum okkur ís. jeiiiiiii


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband