Leita í fréttum mbl.is

EINN UNDIR PARI

Í dag fór ég 18 á GKG með Pétri og Tóta (a.k.a. íslenska draumnum). Ég kom inn á -1 sem er besta skor sem ég hef skilað inn í hús, takk fyrir. Ég var ekkert að brillera né setja löng pútt ofan í, heldur var bara aldrei í veseni og upphafshöggin voru þægileg og auðveld.

Ég byrjaði á fugli og svo skolla. Var inná í tveimur á þriðju brautinni og púttaði fyrir erni en endaði bara á pari (mjög pirrandi). Svo komu þrjú pör í röð og fugl á 7.holu sem er par 5. Fékk skolla á 10. en náði honum til baka á 12. með fugli. Restina paraði ég.

fugl-skolli-par-par-par-par-fugl-par-par=-1

Skolli-par-fugl-par-par-par-par-par-par=E

Þegar fimm brautir voru eftir byrjaði ég að finna smá spennu því þá byrjaði maður að hugsa um hugsanlegt skor. Á 17 átti ég eins og hálf meters pútt fyrir pari sem ég setti í og var mjög ánægður. Svo á 18 átti ég rúmlega meters pútt fyrir pari til að ná þessu skori og var frekar stressaður. Setti það niður eins og að drekka vatn og hef sjaldan liðið jafn vel eftir golfhring.

-1 með 40 punkta og 31 pútt. 50% hittar brautir og 61,1% hitt grín.

ps. takk Sverrir fyrir að hringja í mig þegar ég var í aftursveiflunni í öðru höggi á 12.braut. Takk Perla fyrir að hringja þegar ég var nýbúinn að stilla kúlunni upp til að pútta lokapúttið á 18.gríninu og rétt áður en ég þurfti að taka upphafshöggið á 16.brautinni. hmmmm kannski maður ætti bara ekki að vera með gemsan í vasanum á silent. Allavega frekar óþægilegt að finna titringinn í miðri aftursveiflu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband