Leita í fréttum mbl.is

redemption

Ég fór í leiruna í gær til að spila í móti. Skemmst er frá því að segja að ég spilaði vægast sagt ílla. Búkurinn var greinilega þreyttur eftir allt sem áður hafði gengið á. Það sannaðist best á því að ég hvíldi mig vel í morgun í staðinn fyrir að fara í ræktina og svo í æfingar. Fór svo í mót á Selfossi og spilaði á forgjöfinni sem var 4 yfir par á þessum velli.

Ég var svo lúin í leirunni að ég var mikið að pæla að hætta eftir fyrri níu, fann soldið til í bakinu eftir ræktina og var með strengi hér og þar. Sveiflan var ekki til staðar í gær, enginn rythmi. En ég kláraði dæmið.

Þannig að mánudagurinn +1, þriðjudagurinn +11, miðvikudagurinn +4.

Ég spilaði með Sebastian Alexandersyni þeim gamalkunna handboltamarkmanni. Hann spilaði af 26,5 í f.gj og lækkaði sig umtalsvert í þessu móti. Hann sagðist aldrei hafa spilaði jafn vel og með mér. Við erum búnir að plana að spila aftur saman í næstu viku í sama móti (þetta er mótaröð).

Þegar við komum inn í skálann var klukkan orðin nánast átta og margir bílar fyrir utan. Ég sá blæjubíl með blæjuna niðri, bmw, bens og eitthvað meira sem ég kann ekki að nefna. Ég hugsaði með mér, vó, hvað er í gangi. Gékk inn og sá fullt af hnökkum vera að snæða pitsur og hamborgara. Allir saurbrúnir og hnakkaklipptir, helmingurinn í hlýrabolum og allir með goodfellas look á andlitinu.

Ég hélt að þetta væri bara urban legend, myth, að selfyssingar, (fyssingar!!!!!) væru svona eins og sagt er. En nei, nei, þetta er í alvöru svona þarna. Annar kúltúr.

Á morgun fer ég í mót á Kiðjabergi. Þetta mót er á vegum Rarik og höfum við mamma bikar og titla að verja síðan í fyrra. Sjáum til, það er spáð hörku veðri.

Ég ætla að sleppa þessari helv...rækt á morgnanna. Hún hefur ekkert gert nema eyðileggja einn golfhring fyrir mér. Maður kannski joggar smá úti í staðinn við og við. Í fyrramálið ætla ég bara að æfa golf í ca 2-3 tíma og svo er það bara mótið. bem.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti að fara að styttast í mínusinn, ekki satt?

Pétur (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

ÞÚ ert mínus

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 12.6.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband