Leita í fréttum mbl.is

GKG hringur

Jæja, fyrsti normal dagurinn minn hérna á Íslandi að líða undir lok. Dagurinn byrjaði snemma þar sem ég og mamma fórum í ræktina til að auka þolið og styrkja nokkra vöðvahópa. Svo var morgunmatur kl 10 og beint útá reinge með mömmu og Birni Degi. Við fórum í Keili í Hafnarfirði sem er langt um betri aðstaða en básar. Frábær sláttur aðstaða en að vísu bara á mottum. Frábær aðstaða fyrir vipp og chipp en púttgrínið var ekkert spes.

Hádegismatur kl 13 og svo var farinn fyrsti hringurinn á GKG síðan ég veit ekki hvenær. Það tók mig eina braut að læra á grínin því á Keili spíttist boltinn grunsamlega langt í vippum en á GKG voru grínin frekar mjúk og hæg, þannig að skolli á fyrstu en svo gekk betur.

Þetta var mjög stabíll hringur þar sem fram til 16.holu var ég búinn að para allt nema þrír skollar. Svo á 16.holunni sem er par 5 kom fyrsti fuglinn (það voru mörg fuglapútt sem vildu ekki í). Svo kom par og loks bjútifúl fugl á lokaholunni.

Fór hringinn sem sagt á +1 sem væri lækkun uppá 0,2. En það er ekki það sama að spila svona æfingarhring og svo að spila í móti. Tvennt ólíkt, miklu afslappaðara, allt samkvæmt reglunum en bara engin spenna né annað sem truflar hausinn á manni. Samt....ánægður með hringinn.

Þrátt fyrir gott skor hitti ég bara 46% brautir, hitti bara 55,5% grín (sem er sæmó) og 29 pútt.

Ég er búinn að raða niður mótum og það fyrsta er á morgun í Leirunni. Svo daginn eftir á Selfossi. Svo á fimmtudaginn í Kiðjabergi. Svo pása á föstudaginn og loks Þorlákshöfn á Laugardaginn. Allt eru þetta mót þar sem ég get lækkað/hækkað mig í forgjöf, til þess er leikurinn gerður.

Næsta vika fer svo í að undirbúa skagann þar sem ég ætla að fara þrjá æfingarhringi fyrir mótið um þá helgi. Þannig að ég tek fimm hringi á skaganum og tvö aukamót inná milli, eitt í GKG og annað í Hveragerði. Full vika það!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband