Leita í fréttum mbl.is

á forgjöf

Spilaði seinni daginn svona lala. Hitti eitt gott upphafshögg og í heildina bara 5 brautir sem eru ca 27%. Meðaltalið hjá mér er í kringum 70% þannig að það má segja að ásinn hafi verið minn akkilerasarhæll í dag. Fyrir vikið var ég mjög oft utan brautar í þykku röffi að reyna að redda mér.

Endaði á +6 í dag með einn tvöfaldan skolla þar sem ég fór í bergvíkina Joyful Ætlaði að vera sniðugur og fade-a boltann til hægri á móti vindinum með fimm járni. Sneiddi of mikið á boltann sem rændi mig allri fjarlægð og kom upp ca 30 metrum short, beint í víkina. Tók því þriðja höggið aftur af teig með sömu kylfu en nú bara beint högg og endaði á gríni með tvípútt fyrir dobbúl.

Jákvætt:

  • Engin misst pútt af stuttu færi, (meterspúttin svínvirkuðu)
  • 100% upp and down úr glompu (setti boltann ávallt ca 50cm frá holu)
  • vippin voru frábær, mjög oft upp og niður þegar á þurfti að halda
  • Járnin voru ágæt
  • Spilaði á forgjöfinni minni

Neikvætt:

  • Ásinn var svellkaldur
  • Járnin voru bara ágæt, ekki góð
  • Þarf að betrumbæta innáhöggin (120m og niður)

Ég endaði jafn í 63-69 sæti, þeir röðuðu mér samt í 65 sæti sem er alveg á gráa svæðinu í sambandi við markmiðasetningu mína. Tæknilega séð vann ég þá 2 betri spilara því ég var með 67. bestu forgjöfina, jeiiiiii,,,,húrra fyrir mér. CRAP.

Smá vonbrigði en ok, I´ll take it. Bæting um 35 sæti síðan í fyrra. Það er vonandi að þegar ásinn dettur aftur inn að ég nái betri árangri. Næsta Kaupþings mót er á Akranesi þann 21-22 júní. Á meðan ætla ég að vera duglegur að þræða eins mörg mót og ég get.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Tryggvason

Þetta voru hrikalegar aðstæður á laugardaginn ! En þú getur verið sáttur við þitt. Getur bara "bestnað" :)

Kári Tryggvason, 9.6.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Já, takk. Þetta var næst versta veður sem ég hef spilað í. Það versta kom náttúrulega á Hellu

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 9.6.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband