6.6.2008 | 21:18
Fyrsti dagurinn veruleiki
jæja, ég lenti í gærkveldi eftir örstutt flug. Sleppti tollinum og fór rakleiðis að töskunum. Ferðataskan kom fljótlega en ekkert sást til golfkylfnanna. Ég var nánast orðinn einn eftir og fáar töskur á bandinu. Ég var orðinn virkilega stressaður yfir þvi að kylfurnar hefðu farið til írlands eða finlands. Svo í blálokin opnuðust dyr útí horni þar sem sérstakur farangur kemur út og þar var settið. hjúkkit.
Ég vaknaði kl 06:30 í morgun og var að golfast meira og minna í allan dag til að venjast íslenskum skilyrðum. Tók æfingarhring í leirunni í stífum vindi og kulda. Þetta var frekar erfið ganga þar sem ég er vanur vindi, en mildum og ilvolgum, og í buggy.
Ég var leeeengi útá velli að spila nokkrum boltum frá mörgum hugsanlegum aðstæðum. Tjékkaði mikið á grínunum og hvernig landslagið var á þeim.
Það sem er öðruvísi hérna á Íslandi er að grínin eru rosalega hæðótt. Á Spáni er maður kannski að sjá tvær til þrjár bungur og restin nánast flöt. Hérna er þetta bara rússíbanaferð. Það sem gerir þetta auðveldara er að grínin eru svo loðin að boltinn breikar frekar lítið í þessum bungum. Sjáum til á morgun.
Morgundagurinn verður mjög vindasamur, 12-16 metrar á sekúndu og rigning. Sennilega eitt versta golfveður sem hægt er að hugsa sér. En það góða við þetta er að allir sitja við sama borð. Skorið verður ekki gott en sá besti á morgun verður sá sem nær að stjórna boltanum í vindinum og hefur jákvætt hugarfar gagnvart þessum rugl skilyrðum.
Soldið skrýtið að hafa ekki Maríu og Sebastian hérna hjá sér. Við tölumst við á skype og er það vel.
pís
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.