3.6.2008 | 19:25
Maurar
Fór í kennslu í dag og er kominn í nokkurs konar gír aftur.
Ótrúlegt hvað hendurnar á mér ætla ekki að láta sér segjast. Ég hélt að það væri kominn skilningur á milli mín og puttana um að vera vel siggi grónir og ekkert til trafala. 2 vikur án golfs og sagan endurtekur sig þar sem ég er strax kominn inn að kjöti eftir aðeins tvo daga af golfi. bara rugl.
Heyrðu, það eru til svona litlir maurar, svo hef ég séð aðeins stærri maura og svo risastóra maura. Þar með hélt ég að ég væri útlærður um maurategundir hérna á svölunum hjá mér. Nei, nei, þar eru komnir maurar MEÐ VÆNGI, ég segi það satt. Ótrúlegt.
Morgundagurinn fer í reinsið og smá pútt. Ætla ekkert að spila til að hvíla puttana. Næsti hringur verður æfingahringur í Leirunni á Íslandi.
Fór aftur Evrópu frá hvítum í, ótrúlegt en satt, LOGNI. Sullandi hiti og ég bara með 1,5 lítra af vatni, ég var uppskrælnaður þegar ég kom heim. Fór hringinn á +6 þar sem ég fékk einn tvöfaldann skolla og einn þrefaldan. Þetta voru tvö léleg upphafshögg (með ás og 7 járn) sem fóru í víti, þessi högg kostuðu mig sem sagt 5 högg en restin af hringnum var bara ágæt sigling.
85% hittar brautir, 66,7% hitt grín, 33 ömurleg pútt og 36 punktur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel í mótinu :)
Kári Tryggvason, 4.6.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.