Leita í fréttum mbl.is

Þetta er vitað mál

Þetta varð ljóst í janúar þessa árs. Þegar ég keypti miðan til að fara til Íslands í júní á sama tíma og keppnin er haldin.

Það er orðið nokkurs konar lögmál hér að þegar ég yfirgef land þá gerist eitthvað spennandi þar.

Ég missi af skjálftum, titlum og fleiru.

Þetta lögmál er náskylt tveimur öðrum lögmálum í mínu lífi.

Fyrra lögmálið er að ávallt þegar ég skipti um akrein þá byrjar sú bílaröð að fara mun hægar en sú sem ég yfirgaf.

Seinna lögmálið er að ávallt þegar ég er staddur í matvöruverslun og vel mér styðstu biðröðina þá gerist eitthvað svo að sú biðröðin tekur tvöfalt meiri tíma en lengsta biðröðin á svæðinu. Þetta er ýmist þannig að afgreiðsludaman þarf að skreppa og tékká verði eða þá að gamalt fólk þarf að telja klink til að borga með. Það allra versta er þó þegar fólk, venjulegt fólk, klárar að setja í pokana og þá fyrst fer að hugsa að því með hverju það ætlar að borga. Vanalega er þá afgreiðsludaman búin að bíða í 2 mínútur eftir greiðslu og ég sveittur og rauðbólginn af pirringi þarna aftast í röðinni að reyna að stara fólkið til dauða.

Spánn vinnur keppnina því ég verð ekki á landinu til að fagna. Málið dautt.

Þess má geta að ég er enn veikur og frekar pirraður.


mbl.is Spánverjar ekki unnið titil í 44 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Tryggvason

Þarft þú ekki að líta í eigin barm og vanda þig betur þegar þú tekur ákvarðanir, greinilega að meta aðstæður alveg kolrangt. T.d. þegar þú er t í biðröð í matvöruverslun; hvernig er samsetningin í röðinni. gamalt fólk, ungt fólk, lítið í körfum, mikið í körfum. Skoða þann sem afgreiðir, er hann búinn að vera snöggur að renna í gegnum kassann. Svo getur þú ekki alltaf verið heppinn. Teldu skiptin sem þetta gengur vel, kannski ertu að gera of miklar kröfur :)

Tökum við ekki golfhring þegar þú kemur, get reddað frítt í GKJ :)

Kári Tryggvason, 30.5.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Það væri fínt. Þá geturu kennt mér betur hvernig eigi að velja biðraðir, hehe

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 30.5.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband