Leita í fréttum mbl.is

framhald af virðingu

Í sambandi við þetta myndband sem gengur eins og eldur um sinu á netinu þá langar mig að viðra skoðanir mínar ennfremur um málið. 

Mín skoðun er sú að á Íslandi eignist fólk krakka allt of ungt. Fólk (og stundum krakkar) sem eru 18-24 ára eru að ala börn upp og vilja reyna vera svaka líbó og frjálsleg. Oft er útkoman svona krakkar sem brúka kjaft og eru með dólgslæti, ekki er ég nú gamall sjálfur (28 ára) en þegar ég var ungur þá voru við strákarnir vissulega krakkakjánar, en aldrei vorum við með svona sorakjaft við neinn. Maður bara þorði því ekki því maður bar smá virðingu fyrir eldra fólki, hvað þá lögreglu. Í dag er þessi virðing ekki til staðar.

Hinar öfgarnar eru á Spáni þar sem fólk eignast börn frekar seint. Maður er að sjá 35-45 ára fólk (ekki ýkjur) með lítil börn í afturdragi. Mér finnst það heldur ekki sniðugt. Ég held að rétt undir þrítugt, kannski 25 til 32 ára sé heilbrigt.

EN, ég er ekki að segja að allir detti í þessa gildru að ala börnin sín þannig upp. Fólk í kringum mig hefur t.d. eignast börn frekar ungt en gefið því heilbrigt og gott uppeldi. En maður sér þetta víða í íslensku samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Tryggvason

Sæll meistari. Það er gott og hollt að fólk viðri sína skoðun og enginn getur tekið það af manni. Mér finnst erfitt að skilgreina þetta í aldri og tel ég að þetta sé einstaklingsbundið. Fólk er mismunandi og með mismunandi bakgrunn. Sumir eru tilbúnir í barneignir snemma og aðrir ekki. Sumir meira að segja eru aldrei tilbúnir í barneignir. Við höfum líka dæmi um aðila sem eru orðir 30 og eru ekki í stakk búnir að ala upp börn. Ég var 26 ára þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn og konan mín 23 ára. Við höfum að ég tel komið þeim þremur vel til manns, stúlkan 22. ára í verkfræði, sonurinn á fulli í handbolta og klárar stúdentinn um jólin, sú yngsta að standa sig vel í grunnskóla og öll með góðan félagslegan þroska. Bestu kveðjur :)

Kári Tryggvason, 28.5.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Jú jú, eins og ég sagði, það detta ekki allir í þessa gildru. Vandað fólk eins og þið, sem hafið góðan bakgrunn eru ekki það fólk sem ég hafði í huga þegar ég skrifaði þessa færslu...hehe.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 28.5.2008 kl. 11:24

3 identicon

Hæ ég er sko alveg  sammála þér Siggi með þetta,

alveg hreint óþolandi hvað krakkar bera einga viðingu fyrir eldra fólki og einmitt hvað þá lögreglunni, kurteysi er eitthvað sem gleymist voðalega oft í uppeldinu, þetta er það sem fer mest í taugarnar á mér af öllu ókurteysi bæði hjá krökkum og fullorðnu fólki.

hey var að skoða myndirnar ykkar, þið eruð svooo sæt fjölskylda, maður bara  á ekki orð, ofur fegurð,  litli svo mikil dúlla og María ofurgullfalleg, jú og þú svakalega flottur allt annað að sjá þig drengur, ekki að þú hafir verið alslæmur fyrir hehe þú veist hvað ég meina.

kv kate

Kata (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband