27.5.2008 | 15:04
Virðing
Íslendingar þurfa að læra að sýna lögreglunni meiri virðingu. Þegar lögreglumaður vill komast til botns í því hvort þú sért með eitthvað undir peysunni þá á hinn sami umsvifalaust að vera samvinnuþýður.
Þarna er einhver strák kjáni með mótþróa og lögreglan neyðist til að grípa til aðgerða til að ganga úr skugga um hvort krakkinn sé að stela.
Á þessu myndbandi sé ég bara eðlileg viðbrögð lögreglu við mótþróa og ósamvinnuþýðni, það getur verið að eitthvað annað hafi farið þarna fram, en það sem sést þarna er allt í k.
Lögregla fer yfir atvik í 10/11 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
skoðanakönnun
Trúir þú á Guð?
Athugasemdir
Það er greinlegt að þú ert annaðhvort lögregla eða dómsmálaráðherra. Þú talar um strákkjána og að ekki megi mótmæla ef borið er upp á mann stuld með öðrum hætti og það strax en að tæma alla vasa. Nei kæri Björn hættu núna.
Bjarni Óskar Halldórsson, 27.5.2008 kl. 15:09
Þetta er ljótt dæmi um lélega löggæslu. Lögregluþjóninn hlýtur að hafa haft önnur ráð til að komast að hvort drengurinn hafi verið með eitthvað undir peysunni en að hengja hann í búðinni. Þessi maður er ekki í réttu starfi. Ertumeð kjaft! ! ! Í alvöru......................
Ásgrímur Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:17
Mótþrói?? Ertu ekki í lagi? Þó að strákurinn maldi eitthvað í móinn og haldi fram sakleysi sínu þá er enginn ástæða til að ráðast að honum og TAKA UM HÁLSINN á honum. Hann sýndi ENGA ógnandi tilburði og þetta er hrein og klár líkamsárás.
Auðvitað 'átti' þessi strákur bara að tæma vasana og sanna sakleysi sitt (ef það er tilvikið), en lögreglumenn bera líka ábyrgð. Þeir eiga líka að koma fram við borgara af virðingu. Að fullorðinn lögreglumaður hrindi dreng á fermingaraldri og taki utan um hálsinn á honum fyrir að vera pínu pirraður yfir að vera sakaður um stuld er EKKI í lagi. Þú ættir að láta laga á þér hausinn ef þú reynir að verja þetta.
Kolbeinn (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:17
Saklaus uns sekt sannast.
auðvitað á lögreglan ekki að koamst upp með svona frekju og valdbeitingu gagnvart þegnum landsins .
virðing er ekki eitthvað sem allir verðskulda þú þarft að vinna þér hana inn . og lögreglan hefur undanfarið ekki sýnt fram á verðskuldaða virðingu..
Tómas , 27.5.2008 kl. 15:20
"Íslendingar þurfa að læra að sýna lögreglunni meiri virðingu. Þegar lögreglumaður vill komast til botns í því hvort þú sért með eitthvað undir peysunni þá á hinn sami umsvifalaust að vera samvinnuþýður." Nákvæmlega, ef að hann hefur ekkert að fela.. bara tæma vasana og brosa. það er ekkert vandamál.
Pétur Örn , 27.5.2008 kl. 15:21
Lestu stjórnarskránna felagi!
Alfreð Símonarson, 27.5.2008 kl. 15:24
Það er hræðilegt að sjá þetta. Hvernig eiga börn þessa lands að læra að bera virðingu fyrir lögreglunni þegar hún ræðst að óhörðnuðum unglingi með þessum hætti? Ég held það sé ljóst að þessi ungi drengur komi ekki til með að bera tilhlýðilega virðingu fyrir lögreglunni eftir þetta atvik. Auðvitað ber að kæra þetta....hvernig skyldu málin annars standa á Selfossi. Ætli lögreglumennirnir þar, sem réðust á konuna og beittu hana kynferðislegri valdníðingu, enn vera við störf? Þetta á náttúrulega ekki að líðast svona framkoma gegn þegnunum, það þarf að vanda betur val á lögreglumönnum og hækka svo launin við þá sem eru starfi sínu vaxnir.
Unnur (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:53
meina....... var strákurinn með einhverja ógn gagnvart lögreglunni ? þú ert fífl ef þú reynir að réttlæta að þetta sé eðlileg aðgerð lögreglunnar!!!!!!!!
Árni (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:02
Nú fékkstu heldur betur viðbrögð. Ég get ekki verið sammála þér núna kæri félagi :) Starfaði sem verslunarstjóri sjálfur í 10 ár í stórverslun og þetta er algerlega yfir strikið. Hann sýndi engan mótþróa, neitaði einungis sök. Ef fréttin er rétt þá var drengurinn ekki með neitt innan á sér.
Kári Tryggvason, 27.5.2008 kl. 16:07
Svo finnst fólki skrítið að krakkar beri ekki virðingu fyrir lögreglunni. Hvernig er hægt að bera virðingu lögreglunni þegar hún tekur einhvern krakka hálstaki fyrir það eitt að halda fram sakleysi sínu. Og þó hann hafi verið að brúka kjaft (sem mér heyrðist hann reyndar ekki vera að gera), þá hefur lögreglumaðurinn engann rétt á að taka hann hálstaki ráðast á hann og skella hausnum á honum í frystikistu bara því hann langaði að leysa um útrás. Veit ekki hvað þér finnst ,,í k'' enn held að fæstum finnist ,,í k'' að rota börn fyrir að segjast saklaust
jonni (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:16
tja....það skiptir svo sem ekki máli hvort hann hafi verið með eitthvað inná sér eða ekki. Lögreglan vildi bara fá úr því skorið. Það getur vel verið að hann hafi verið óþarflega harkalegur, það er bara þetta hugarfar sem ég er svo sannarlega á móti hjá íslendingum. Maður á bara að gera það sem þeir segja, maður á að treysta því að þeir fari eftir lögum og verkbeiðnum.
En það er nú samt gott að vita að allir hafi ekki sömu skoðun og ég. Held að það sé ekkert hollara en að skiptast á skoðunum.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 27.5.2008 kl. 16:16
já ég bara vorkenni þér að vera svona kaldur. meina finnst þér í lagi að ráðast að 13 ára dreng sem er verið að saka um að stela og hefur svo ekkert gert af sér nema rífast aðeins við lögregluna ? meina lögreglumaðurinn á að hafa smá sjálfstjórn...... kannski hefur þú hana ekki heldur og ræðst á mann og annan
Árni (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:40
Raunar held ég að lögreglunni sé sýnd sú virðing sem hún hefur áunnið sér!
Baldur Gautur Baldursson, 27.5.2008 kl. 16:43
ég er sammála þér Baldur. hún er held ég bara á niðurleið í áliti hjá almenningi..... þeir þurfa held ég að fara að gera eithvað róttækt
Árni (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:53
Ég tek heilshugar undir orð Baldurs Gauta. Þau segja það sem segja þarf.
Brynjar Jóhannsson, 27.5.2008 kl. 18:05
Lögreglan hefur ekki heimild til líkamsleitar án dómsúrskurðar.
Væri í lagi að löggur gætu leitað á stúlkum eins og þeim sýndist, látið þær afklæðast og þess háttar...
Friðhelgi heimilisins og einkalífsins er stjórnarskrár bundinn réttur.
Það má þukla utan á fötunum til að leita að vopni en ekkert annað.
Því miður fer lögreglan ekki að lögum ef þú þekkir ekki þinn stjórnarskrár bundna rétt.
BB (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.