Leita í fréttum mbl.is

Worst case scenario

Sennilega ţađ neyđarlegasta sem ég hef lent í er hiđ frćga atvinnuviđtal áriđ 2000.

Ţađ var ţannig ađ ég var stađsettur á Spáni og í leit ađ atvinnu. Ţar sem mađur var nú ungur, óreyndur og hafđi lítiđ til ađ láta á ferilskránna á ţeim tímapunkti, fannst mér alveg tilvaliđ ađ ýkja ţá fáu hćfileika sem ég bjó yfir.

Ég kom af tungumálabraut MA og ýkti ţví tungumálakunnáttu mína í öfgar og sagđist vera vel talandi á skandinavísku tungumálunum, ţýsku og frönsku. Einnig reiprennandi í ensku og spćnsku. Stađreyndin var reyndar ţannig ađ ég hafđi lćrt ofangreind tungumál en hafđi einungis grunnkunnáttu í málfrćđi í dönsku,ţýsku og frönsku. Ensku og spćnsku var ég međ í vasanum en samt ekki eins vel og ég hélt.

Ég fékk símtal frá Helle Hansen bílaleigufyrirtćki stađsett viđ flugvöll Málaga. Ég mćtti í viđtaliđ fullur sjálftrausts og var vísađ strax inn til forstjórans. Viđtaliđ byrjađi á spćnsku sem var ekkert sérstaklega auđvelt fyrir mig ţá. Ég hafđi talađ tungumáliđ í 3-4 mánuđi og alls ekki nógu vel til ađ fara í atvinnuviđtal ţar sem notuđ eru sérhćfđari orđ en ella.

Forstjórinn var frekar ţurr á manninn og spurđi fljótt um ensku kunnáttu mína og ţóttist ég nú vera talandi sem innfćddur á ţeirri tungu, enda fékk strákurinn 10 í samrćmdu á sínum tíma, hehe. Viđ skiptum yfir á ensku og ţađ kom fljótt í ljós ađ mín skólabókarenska var frekar ţunn og náđi ekki ađ heilla einn né neinn, sérstaklega í ljósi ţess ađ ţađ kom á daginn ađ forstjórinn var enskur. doh.

Á ţessum tímapunkti hafđi mađurinn séđ unga strákinn sem sat sér á móti klúđra ţeim tveim tungumálum sem hann sagđist reiprennandi í. Ég get ađeins ímyndađ mér hvernig ađ hann hugsađi međ sér hvernig í ósköpunum hin ţrjú tungumálin kćmu eiginlega út.

Hann sagđi mér sposkur ađ hinkra ađeins og fór út af skrifstofu sinni skyndilega. Ég andađi léttar og ţerrađi svitan af enninu og restinni af líkamanum. Ţegar forstjórinn snéri aftur inn á skrifstofuna var mađur međ honum í för. Ţeir settust niđur og forstjórinn kynnti til leiks undirmann sinn ađ nafni Jörgen. Hann var ţýskur. Hann var ţarna inni til ađ tala viđ mig á ţýsku og kanna kunnáttu mína á hans móđurmáli. SARGASTI.

Hann byrjađi mjög einfalt og spurđi mig eitthvađ um Schjúlenn. Ok, ég skildi ţađ sem ţannig ađ hann vildi vita hvar ég gékk í skóla og lćrđi ţýsku. Ég mumblađi eitthvađ um Schola Akureyrensis og deutsche GE lernen. Ég snéri fljótt í enskuna og afsakađi hve ryđgađur ég vćri.

Ég man ekki alveg hvernig ţetta hélt áfram eftir ţetta, ţetta er allt í móđu frá ţeim tímapunkti. En niđurstađan var sú ađ ég ćtlađi ađ snúa mér aftur ađ skólabókunum og lćra ţessi tungumál ađeins betur áđur en hefđi samband viđ fyrirtćkiđ aftur.

En ţótt mikil móđa hvílir yfir restinni af viđtalinu ţá er mér ţó ógleymanlegt hvernig ég yfirgaf skrifstofuna. Ég stóđ upp og kvaddi Jörgen og forstjórann međ ţvölu handarbaki og dreif mig ađ hurđinni. Ég vildi nánast hlaupa ţađan út og var ţví í frekar hröđum skrefum ţegar ég opnađi hurđina. Ţađ vildi ekki betur til en svo ađ hurđin sem ég opnađi var skápur og ég var kominn hálfur inn ţegar ég fattađi ađ ţađan kćmist ég ekki langt út úr skrifstofunni. Ég snéri ţví fljótt viđ og án ţess ađ líta upp til ađ horfa í andlit ţeirra beggja, sem voru örugglega viđ ţađ ađ rifna úr hlátri, rikkti ég í hina hurđina sem var ţarna viđ hliđiná og var fegin ađ sjá fullt af fólki og útidyrahurđina.

Ţetta var mitt fyrsta og eina atvinnuviđtal á Spáni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Tryggvason

Ţetta er alger snilld. Ţú hugrakkur ađ deila ţessu međ okkur.

Kári Tryggvason, 20.5.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

takk

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 20.5.2008 kl. 18:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxiđ eintak af alter egó karlmans. Skrifar um ţađ sem honum dettur í hug og á ţađ til ađ ýkja ţađ upp úr öllu valdi til ađ gera ţađ sem áhugaverđast fyrir leikmanninn.

Bćkur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband