Leita í fréttum mbl.is

11. sæti

Það var Hellu-vindur sem beið mín á Alcaidesa þegar ég steig út úr bílnum í morgun. Ég endaði á +8 í dag þar sem upphafshöggin og járnahöggin voru flott en stutta spilið ekki alveg að smella. Það sem var erfitt í vindinum voru ekki upphafshöggin heldur innáhöggin og púttin. Það var erfitt að lenda boltanum nálægt pinnunum og átti maður oftar en ekki löng pútt eftir sem voru erfið sökum vindhviðu og hraða grínanna.

Ég endaði í 11.sæti á þessu stigamóti golfsambands Andalúsíu. Gabriel endaði í 9.sæti. Ég er nokkuð sáttur við mótið í heild sinni, það er margt sem ég lærði þarna á þessum útkjálka Evrópu.

Ég var frekar stressaður í fyrsta höggi dagsins og púllaði boltan til vinstri og át of bánds. Ætli ég hafi ekki átt það skilið, ég skuldaði þessu OB einn bolta. Tók því annað upphafshögg, soldið svekktur og nelgdi tuðrunni 70 metra frá gríni á par 4 braut sem er mæld 417 metrar, you do the math. Það var, eins og ég sagði, Hellu vindur, sem hjálpaði aðeins.

En það var fínt að loka mótinu með fugli á síðustu holu dagsins eins og í gær.

Skorið var, eins og gefur að skilja verra í dag en í gær og mótið vannst á +2. Strákurinn sem ég spilaði með í dag lenti í 5.sæti og var samtals á +7. Gabriel var á +11 og var í 9.sæti og ég á +13 í 11.sæti.

Í dag var ég með 77% brauta versus í gær aðeins 46%. 55% GIR í dag versus 50% í gær. EN, 35 pútt í dag versus 30 í gær.

Þá er bara eitt eftir áður en ég kem til Íslands, það er að fara norður í brúðkaup og spila Zarapicos völlin í Salamanca, ég hef spilað hann tvisvar áður og þarf að hefna mín soldið á honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband