Leita í fréttum mbl.is

1.hringur +5

Það var stressaður iceman á 1.teig kl 10 í morgun á Alcaidesa. Ég reyndi að létta lundina með því að humma smá lagbút en allt kom fyrir ekki. Teighöggið púllaðist til vinstri og fór næstum OB, heppinn. 2.höggið var aðeins minna stress en samt til staðar. Aftur púll til vinstri næstum því OB, heppinn. Endaði holuna á skolla. Stressið var farið á 2.teig en kom aftur í par púttinu sem ég klikkaði á og fór næstu holu einnig á skolla.

2 yfir eftir tvær. Á þriðja teig var ekkert stress lengur í líkamanum og ég púttaði fyrir erni en fékk fugl á þriðju. Endaði fyrri 9 á +3 sem er ekki ásættanlegt.

Á þessum tímapunkti var komið mikið rok og maður farinn að spila samkvæmt því. Á 10 og 11. holu komu klaufa skollar en ég setti niður 15 metra fuglapútt á 13.

15 er með mótvind til hægri. Það kom smá hægri spinn á boltann og hann slæsaðist í vatnstorfæru. Víti og tvöfaldur skolli raunveruleiki.

Ég endaði svo hringinn á að setja 20 metra pútt í fyrir fugli á 18 og ágætlega sáttur við fyrsta mótsdaginn sem gildir til forgjafar.

+5 með 6 hittar brautir(hræðilegt), 9 hitt grín(ætti að vera 2-4 betra) og 30 pútt sem er Ok.

Gabriel endaði á +3 og strákurinn frá Granada sem spilaði með okkur endaði á +15. Hollunum var raðað upp eftir forgjöf þannig að við erum allir svipaðir að getu.

Ég fæ +3 í forgjöf þarna þannig að ég var 1 höggi frá gráa svæðinu. Á Íslandi myndi þetta verða leiðrétt útaf veðurskilyrðum samkvæmt nýju reglunum. Á mótum sem skilyrðin eru slæm eins og mikill vindur t.d. þá er skalað upp um 1-3 högg. Veit ekki hvort það er gert hérna, vona það þá ætti maður að vera safe á forgjöfinni.

ps. lagið sem ég hummaði allan hringinn er eftirfarandi:

Now some men like a fishin', but some men like the fowlin'
Some men like to hear, to hear the cannonball a-roarin'
But me, I like sleepin', `specially in my Molly's chamber
But here I am in prison, here I am with a ball and chain, yeah
Musha rain dum-a-doo dum-a-da, ha, ya
Whack for my daddy-o
Whack for my daddy-o
There's whiskey in the jar-o

Metallica að flytja lagið Whiskey in the Jar eftir Thin Lizzy

Takk fyrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband