16.5.2008 | 15:07
Links
Fór æfingarhring í dag á Alcaidesa. Spilaði á +3 en var að prófa allskonar hluti. Stundum tók maður auka högg til að tékka hvernig spilast frá mism. stöðum. Það var gaman að undirbúa mótið svona. Ég var með mína nótnabók og var síhripandi niður allskonar punkta. Fyrst tékkaði maður á teighögginu og hvernir maður vill nálgast það. Svo var brautin skoðuð og heppilegustu staðirnir fundnir. Svo teiknaði ég ávallt grínið og landslagið á því.
Ég spilaði fyrst með gömlum hjónakornum frá Hollandi sem töluðu nánast enga ensku. Þau vildu endilega að ég færi á undan þeim en ég náði að koma þeim í skilning um að þeirra hæga spilamennska myndi eiginlega henta mér vel betur. Fyrir aftan okkur var strákur og pabbi hans. Þeir voru einnig að undirbúa mótið um helgina og ég kvaddi gömlu hjónin og spilaði með feðgunum frá 10. holu. Þannig kom betra tempó á þessi tvö holl og þau Hollensku öruglega fegin að vera laus við mig. Þau voru svo nervus því þau spiluðu ekki vel og tóku alltaf andköf þegar ég sló. Svo stóðu þau alltaf bæði beint fyrir aftan höggin mín í ca. 5 metra fjarlægð til að fylgjast með. Þau voru alltaf í sjónlínu og á hreyfingu. Ég sagði ekkert, því þetta var ágætt tækifæri til að æfa einbeitinguna.
Þessi völlur er hannaður af Peter Allis og þarna er alltaf rok. Hann er við hafið og verður fróðlegt að sjá spánverjana berjast við rokið. Vonandi kemur rigning líka þannig að the iceman hafi betri möguleika.
Fer út kl 10 á morgun og viti menn. Ég er í sama holli og Gabriel vinur minn. Sem er miður því ég vildi í raun spila með ókunnugum til að hafa þetta sem minnst líkt æfingarhring. En það er svo sem allt í lagi, ég verð bara einbeittur á minn leik.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel sonur sæll við erum líka að far á okkar fyrst mót sem þú kannast við RARIK Hellann sem er fyrsta mótið okkar RARIK starfsmanna og er ég mótstjórinn búin að sníkja verðlaun upp á nokkur tugi þúsunda vonandi vinn ég eitthvað sjálfur ( hef einusinni unnið ) en er ekki búinað æfa neitt svo þaðverður erfitt
En vertu nú einbeittur og spilaðu þitt golf og láttu umhverfið ekki trufla þig hlakka til að fétta hvert skorið verður
Pabbi
pabbi (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.