Leita í fréttum mbl.is

rigganigg

Við kvöddum gesti okkar í morgun og ég fór uppá reinge og svo að spila. Á tíundu braut kom hellidemba sem batt endi á spilamennskuna svo um munaði. Ég setti buggýinn í botn og brunaði í næstu jarðgöng til að fá smá skjól. Á skömmum tíma renn-blotnaði ég inn að beini. Fór því bara heim og fjölskyldan skutlaðist til Fuengirola í leiðangur. Fengum okkur ís og skoðuðum klukkur til að gefa í brúðkaupsgjöf.

Erum núna í chillinu.

Sebastian er farinn að labba eins og álfur út um allt. Hann er svo stoltur að geta labbað upp þrepin tvö í stofunni. Hann tekur kubbavörubílinn sinn með sér hvert sem hann fer og oftar en ekki má finna hann tímunum saman við vinnu að hýfa bílinn upp þrepin og svo niður aftur. Skítadjobb, en einhver apperantly verður að gera það. Það verður fróðlegt að sjá hann með afa sínum á Íslandi, þar verður örugglega nóg af vinnu að hafa fyrir svona lítin álf.

Á morgun fer ég í klippingu. Það verður gaman að sjá hvernig hún afgreiðir hárið á mér í þetta sinn. Ég ætla svo að ná einum tíma í lok júlí hjá Grjóna og láta hann laga það sem laga þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband