Leita í fréttum mbl.is

Lauro

Fór í mót á Lauro golf og gékk ágætlega. Mikill vindur hérna á the costa og það bara skemmtilegt. Gaman að taka 6 járn og halda neðar og puncha 120 metra í stað þess að taka PW (sökum mótvinds).

Ég spilaði m.a. með Felix Sanz sem er forstjóri San Miguel hérna í Andalúsíu. Mjög skemmtilegur karakter og hann gaf mér númerið sitt og vildi að ég hringdi í sig til að taka túr um verksmiðjuna hjá flugvellinum. Við ætlum að spila saman á miðvikudaginn á heimavelli hans sem er El Parador. Einn virtasti golfklúbbur Málaga og sennilega sá elsti. Fínt að þekkja þennan gæja, örugglega áhugaverðar jólagjafir.......

Hann var í vandræðum með vippin sín og vildi að ég kenndi sér tökin. Ég sýndi honum eitt afbrigði sem hann notaði á holunni á eftir og svínvirkaði. Fyrir vikið sagðist hann ætla að senda mér kassa af San Miguel í þakklætisskyni. Ég vísaði því á bug og sagðist í staðinn eiga bara einn inni hjá honum.

Eftir golfið fórum við og ítalska vinkona Maríu til Puerto Banús og keyptum m.a. jakkafötin mín í Massimo Dutti.

Þau fóru svo núna út á lífið og er ég einn heima að passa Sebastian (feministar, hvar eruð þið?). Er að horfa á the players og litli pungur er hoppandi í rúminu sínu að spangóla eitthvað á framandi tungu. Eftir 10 mín verður allt orðið hljótt og litli útkeyrður, sofnaður ofan á sænginni með hausinn til fóta, eins og alltaf. Þá læðist maður inn og snýr honum við og breiðir yfir hann. Lítill Engill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband