Leita í fréttum mbl.is

Raki

Í dag fór María í greiðslu og var ég því heima um morguninn með Sebastian. Good stuff.

Fór út kl 14 og það var alskýjað og raki dauðans í loftinu. Krúsaði um í leit að flottum æfingarsvæðum, komst að því að La Cala er sennilega eitt það besta hérna á svæðinu. Ef grínin væru tipp topp þá væri þetta pottþétt það besta en í heildina þá hefur svæðið yfirburði. Sumir staðir með gott púttgrín, aðrir með gott reinge en fáir með allan pakkan eins og La Cala.

Endaði á púttgríninu á El Chaparral, fór svo að vippa á La Cala og mjög fáir á ferli sökum þessa úða sem var í loftinu. Ég var algjörlega einn þarna í hvarfi á leynivippgríninu mínu. Í lokin þegar ég var að klára síðustu boltana þá heyri ég í hundum. Geltandi og urrandi. Ég hef áður séð hunda þarna á vappi og hugsaði svo sem ekkert meira um það. Svo birtast allt í einu 5-6 hundar og koma vappandi að gríninu og byrja að urra og gelta að settinu mínu. Ég varð soldið skelkaður og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Algjörlega einn og þurfti að bjarga mér frá þessum slefandi flökkurökkum.

Ég ákvað að sókn væri besta vörnin og gerði mig breiðan og stökk í átt til þeirra geltandi með háværri baritóns röddu eins aggresíft eins og ég gat. Þeir hrukku við og hörfuðu aðeins upp hæðina og námu staðar til að tjékka á því hvaða stóra ófreskja þetta væri eiginlega sem dirfðist að svara til baka. Ég skynjaði hik hjá leiðtoganum og sá mér gott til glóðarinnar og gerði gagnárás. Hljóp að þeim og hrakti þá endanlega í burtu. Það messar enginn við kylfurnar mínar.

Ég dreif mig að taka saman dótið mitt og fór á brott með snatri. Þar sem ég rölti að bílnum þá sé ég hundaklíkuna chillandi við átjánda grínið, nánar tiltekið við bönkerinn þar aftan við. Ég sver það, þeir sjá mig og byrja að gelta að mér eins og verstu vandræðaunglingar með hróp og köll.

Á morgun ætla ég að tala við vallarstjórann og láta hirða þessa vandræðagemsa af svæðinu. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig kanarnir sem heimsækja völlinn myndu lögsækja svæðið í strimla ef þessir hundar myndu svo lítið sem gelta að þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér!!!!  Sókn er alltaf besta vörnin..........Góður!!!!!!!!

Móðir golfarans (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Kári Tryggvason

Þetta var alger snild hjá þér. Sé þig í anda, hlaupandi á eftir þessum kvikindum :).

Ég á hund sjáfur og besta aðferðin er að vera ákveðin og sýna þeim hver ræður. Segja nei ( á spænsku ) hátt og snjallt. Áfram Siggi :) koma svo.

Kári Tryggvason, 12.5.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband