7.5.2008 | 19:13
Golfanatic
Gabriel náði í mig kl 7:30 í morgun og fórum við út á Asíu frá hvítum kl 8. Við spiluðum báðir báglega og komum inn á +7 og +8. Við löbbuðum hringinn og það er klárlega erfiðara að labba Asíu en Ameríku. Munið eftir þyrlupallinum á GKG....það eru minnst 6-7 þannig hæðir á Asíu.
Eftir hringin fórum við að vippa í klst og átum. Svo fórum við aftur út á Asíu, en í þetta sinn á buggy. Við fórum bara 13 brautir þar sem Gabriel hafði ekki tíma í fleiri. Alveg eins gott því við vorum báðir frekar þreyttir eftir að vera útí glampandi sól non-stop síðan kl 8 um morguninn.
31 hola í dag og smá vipp. Næstu tvo daga er spáð rigningu og það verður eitthvað lítið um golf. Við gerum eitthvað skemmtilegt í staðinn. Gætum farið í sirkús. The circus is in town. Gætum farið að finna jakkaföt á mig fyrir giftinguna sem við förum í lok mánaðar þar sem mín eru nokkrum númerum of stór.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú á ég þá að hætta við að sækja fötin þín sem þú settir í hreinsun áður enn þú fórst úr ?
Pabbi (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.