Leita í fréttum mbl.is

Séra jón

Síðustu þrír hringir mínir á La Cala hafa verið +2, +1 og nú í dag +1. Smá munur á því og +14!!!!

Fór sem sagt Ameríku í dag og byrjaði á erni og lokaði fyrri níu á fugli. Einn skolli á þriðju og fyrri helmingurinn því á -2 með aðeins 13 pútt. Spilaði einn á vellinum þangað til á 11.holu, eftir það þurfti ég að bíða eftir öll högg þrátt fyrir að ég tók mér góðan tíma á grínunum eftir hverja holu til að æfa aðeins. Þessi bið drap soldið momentið og ég fékk 4 skolla á fimm holum. Var kominn á +2 eftir 15 og þegar ég stóð á 18.holunni var sama tilfinningin og um daginn. Þetta er par 5 hola og ég þurfti örn til að ná par hring.

Upphafshöggið var vel staðsett þar sem ég skildi eftir 180 metra í pinna. Tók 5 járn og hamraði kúlunni 5 metra frá stöng. Átti þetta pútt fyrir parhring en skeikaði um nokkra sentimetra og lokaði deginum með fugli fyrir +1 í heildina.

Það segir sitt þegar ég var með 19 pútt á seinni og samtals 32. Þrípúttaði m.a. 15. sem var bara rugl og vitleysa. Ég hitti 10 brautir og 12 grín í réttum höggafjölda.

Á síðustu þrem hringjum hef ég sem sagt fengið 36,37 og 37 punkta sem gerir lækkun uppá 0,2. En þar sem ég hef ekki ennþá fengið skírteinið frá spænska golfsambandinu og þetta var ekki í móti þá er ég enn í 3,7. Ég sótti sem sagt um spænska forgjöf í síðasta mánuði og er enn ekki kominn í kerfið, svona er þetta bara.

Næstu mót eru 10. og 17. maí. Vonandi verð ég með spænska fgj. fyrir þann 17.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þokast þú verður komin í mínus tölu áður enn þú kemur í frí til okkar sonur sæll baráttu kveðja Pabbi

 ps. hlakka til að spila með þér í sumar

Pabbi (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband