Leita í fréttum mbl.is

La Reserva

Fór á mót á La Reserva sem er flottasti, fallegasti, besti, snyrtilegasti, völlurinn sem ég hef spilað hérna niður frá. Menn segja að Valderama, Sotogrande og La Reserva séu þeir þrír bestu í Andalúciu, þar sem okkur var meinaður aðgangur að þeim tveim fyrrnefndu sökum skorts á teigtíma þá veit ég ekki hver hefur vinninginn. Kemst kannski að því síðar.

Ég var í holli með þýskum fjárfesti sem er með 2,2 í forgjöf og stelpu sem er besti golfari þeirra Eista LoL (Eistlandi). Hún er með 0,5 í forgjöf og er á leið í atvinnumennsku og tekur þátt í úrtökumótinu fyrir Evróputúr kvenna núna í Oktober.

Það var frekar mikið rok og ekki margir á góðu skori þennan daginn. Eistinn kom inn á +9, fjárfestinn á +10 og ég á +14, (já, þetta var þannig dagur) sem voru bestu skor dagsins að ég held.

Ég googlaði völlinn hægri og vinstri og það hjálpaði ágætlega. Gott að vera búinn að plana það sem maður ætlar að gera. En svo var náttúrulega þessi vindur sem ruglaði soldið mínu plani.

Grínin þarna voru wunderbar. Þvílíkt kúltursjokk að koma frá La Cala grínunum yfir á þessi. 36 pútt segir kannski alla söguna. En það er ekki bara pútternum að kenna heldur var líka erfitt að reikna út vippin og skildi maður oft eftir skemmtilega löng pútt. (sum hver niður í móti þar sem vatn tók við bakvið holuna).

anyways....er svona lala sáttur við daginn. Upphafshöggin voru prima, járnahöggin ágæt, vippin og púttin erfið. Hausinn var ágætur fyrir utan fyrstu brautirnar. Þetta var shotgun start og við byrjuðum á 15.brautinni þar sem finna má eitt erfiðasta upphafshöggið á vellinum. Greit. Ég pungsveittur með eista og gunter gras mér við hlið.

Ég missi af tveim næstu mótum á þessari mótaröð en kem sterkur inn á fjórða mótið sem er í ágúst og fer fram á Los Naranjos, sem ku vera mjög góður völlur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband