27.4.2008 | 21:43
Chinglish
Það eru heilu vefsíðurnar tileinkaðar kínverjum sem skrifa lélega ensku. Oft er fyndið að lesa hvernig þeir beinþýða kínverskuna yfir á ensku ávallt með þeim árangri að erfitt er að skilja hvað þeir eiga við. Oft eru þetta skilti útá götu í kína, skilti inná lestarstöð eða matseðlar á kínverskum veitingastöðum.
Við skelltum okkur inn í kínverka búð sem staðsett er í Guadix. María var að leita af stuttu pilsi eða einhverju öðru sumarlegu. Á meðan hún var í mátunarklefanum biðum ég og Sebastian inní búðinni og rak ég þá augun í náttföt. Þau gripu athygli mína því þau voru golf náttföt með myndum á. Hmmmm....kannski eitthvað fyrir mig hugsaði ég. Ég fór að lesa það sem stóð við hliðina á myndunum á náttfötunum og hélt ég væri orðinn eitthvað geðveikur. Ég las aftur yfir textann og áttaði mig svo á því að þetta gæti verið skólarbókardæmi um chinglish (china og english blandað saman). Jú, vissulega. Á miðanum stóð made in china.
Mér er það um megn að skilja hvað þeir eiga við en það breytir því ekki að Ísland kemur einhvern megin við sögu á þessum golf náttfötum. Dæmi hver fyrir sig. smellið á myndirnar til að sjá þær stærri
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 153468
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.