Leita í fréttum mbl.is

Frí í Exfiliana

Erum nýkomin heim úr þriggja daga fríi þar sem við heimsóttum fjölskyldu Maríu úr ætt pabba hennar. Exfiliana er þorp sem er í 3 mín fjarlægð frá Guadix sem er bær og er skammt frá Granada. Amma hennar Maríu býr í þessu þorpi og sváfum við þar.

Við ákváðum að taka helgina snemma og fórum héðan kl 10 á föstudagsmorgni. Ég skildi þau tvö eftir í Exfiliana og keyrði sjálfur 2 klst lengra í austur til að spila 18 holur á velli sem er engum líkur í allri Evrópu. Hann heitir Desert Springs og er eini völlurinn í Evrópu sem er í eyðimörk í stíl við nokkra velli í Ameríku. Hann var ótrúlegur, meira um hann síðar.

Ég kom til baka kl 21 og borðaði með stórfjölskyldu Maríu sem þetta kvöldið samanstóð af mér, Maríu, Sebastian,tengdapabba Antonio, tengdamömmu Gabrielu, tengdaömmu Antoniu, bróðir Antonio Torcuato, konu Torcuatos Iluminada, bróður Antonios Pepe, konu hans Leticia.

Við horfðum svo á flugelda seinna um kvöldið þar sem um helgina var árleg hátíð þorpsins.

Á laugardeginum fórum við á markaðinn og keyptum sokka. Tjékkuðum á hátíðarhöldunum og um kvöldið var haldin eitt alsherjar grill að hætti Torcuatos. Þar voru um 20 manns.

Í dag fórum við með skrúðgöngu upp í fjall þar sem farið var með Meyjuna (la Virgen de la cabeza) í kirkjuna. Fólk frá öðrum bæ kom svo með sína Meyju á hestum og héldu til uppí hlíðinni. Fólkið tekur þetta allt mjög alvarlega og maður var eiginlega snortinn að sjá fólkið hamast við að fá að snerta Meyjuna og kyssa líkneskið. Þrátt fyrir að maður trúir ekki vitund á þetta þá ber maður virðingu fyrir svona hefðum sem gengið hafa áfram í aldanna rásir. Þessi skrúðganga hefur t.d. verið haldin síðustu 800 ár.

Eftir þetta þá var aftur grillað og nú voru mun fleiri mættir en bara fjölskyldan og það var mikið étið og mikið hamast í samræðum á milli spánverja sem nota hendurnar mjög mikið við að tjá sig.

Við komum svo heim kl 19 að spænskum tíma, öll frekar dösuð og fegin að komast til Mjása (sem btw er enn ekki búinn að fyrirgefa okkur fjarveruna).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband